Innlent

Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet

Ingvar Haraldsson skrifar
Kristín Cardew afhenti starfsmanni innanríkisráðuneytisins kæruna þann 26. júní 2014.
Kristín Cardew afhenti starfsmanni innanríkisráðuneytisins kæruna þann 26. júní 2014. Vísir/GVA

Innanríkisráðuneytið hefur ekki afgreitt mál hinnar ellefu ára gömlu Harrietar Cardew ári eftir að kæran barst.
Foreldrar Harrietar kærðu þá úrskurð Þjóðskrár Íslands um að neita Harriet um vegabréf á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd.

„Mannanafnanefnd er eitt en það að hún fái ekki nein skilríki og vegabréf er svolítið alvarlegt,“ segir Kristín Cardew, móðir Harrietar.

Harriet og bróðir hennar, hinn þrettán ára gamli Duncan Cardew, hafa verið skráð sem stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu. Því má áætla að Þjóðskrá muni einnig neita Duncan um vegabréf verði óskað eftir því. Kristín segir að börnin sín hafi í raun verið sett í farbann.

Innanríkisráðuneytið hefur tvívegis sent Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni fjölskyldunnar, bréf þar sem beðist er afsökunar á hve langan tíma afgreiðsla málsins hafi tekið. Fyrra bréfið barst í nóvember þar sem fram kom að niðurstöðu væri að vænta seint í janúar.

Í mars barst svo annað bréf þar sem fram kom að niðurstöðu væri að vænta í lok maí, fyrir einum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.