Leiðtogaskipti á Filipseyjum Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 11:23 Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins. VÍSIR/AFP Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins og þar með sem næsta forsetaefni flokksins. Kjörtímabil Aquiano rennur út þegar kosið verður til forseta í maí á næsta ári en samkvæmt stjórnarskrá Filipseyja getur forseti aðeins setið í eitt sex ára kjörtímabil. Aquino tilkynnti þetta á fundi Frjálslyndaflokksins í Filipseyja klúbbnum sem er engin tilviljun. Þar var móðir hans Corazon Aquino var svarin í embætti forseta árið 1986 eftir uppreisn alþýðunnar gegn einræðisherranum Ferdinand Marcos sem var að lokum hrakinn frá völdum og úr landi ásamt eiginkonu sinni Imeldu. Hún var heimsfræg fyrir mikinn munað og að eiga stærsta skóparasafn í heimi. Eiginmaður Corazon, Benigno Aquino, leiddi andstöðu gegn Marcos úr útlegð í Bandaríkjunum en var tekinn af lífi þegar hann snéri til heimalandsins árið 1983 af útsendurum Marcos forseta. Eftir það varð Corazan leiðtogi andstöðuaflanna í huga almennings og hefur Aquino fjölskyldan allt síðan þá verið ráðandi afl í filipeyskum stjórnmálum. Manuel Roxas er eins og Aquino kominn af rótgrónum ættum stjórnmálamanna á Filipseyjum en faðir hans var þingmaður og langafi hans var fyrsti forseti Filipseyja að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Samhliða forsetakosningunum í maí á næsta ári verður kosið til 17 þúsund embætta í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. Filipseyjar eru ört vaxandi þriðjaheimsríki en þar búa tæplega hundrað milljónir manna en um sjö þúsund eyjar í suður Kyrrahafi teljast til Filipseyja og eru þær tólfta fjölmennasta ríki heims. Um tólf milljónir Filipseyinga búa í öðrum löndum, m.a. nokkur þúsund á Íslandi, og eru fjölmennastir allra þjóða í heiminum sem búa utan heimalands síns. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins og þar með sem næsta forsetaefni flokksins. Kjörtímabil Aquiano rennur út þegar kosið verður til forseta í maí á næsta ári en samkvæmt stjórnarskrá Filipseyja getur forseti aðeins setið í eitt sex ára kjörtímabil. Aquino tilkynnti þetta á fundi Frjálslyndaflokksins í Filipseyja klúbbnum sem er engin tilviljun. Þar var móðir hans Corazon Aquino var svarin í embætti forseta árið 1986 eftir uppreisn alþýðunnar gegn einræðisherranum Ferdinand Marcos sem var að lokum hrakinn frá völdum og úr landi ásamt eiginkonu sinni Imeldu. Hún var heimsfræg fyrir mikinn munað og að eiga stærsta skóparasafn í heimi. Eiginmaður Corazon, Benigno Aquino, leiddi andstöðu gegn Marcos úr útlegð í Bandaríkjunum en var tekinn af lífi þegar hann snéri til heimalandsins árið 1983 af útsendurum Marcos forseta. Eftir það varð Corazan leiðtogi andstöðuaflanna í huga almennings og hefur Aquino fjölskyldan allt síðan þá verið ráðandi afl í filipeyskum stjórnmálum. Manuel Roxas er eins og Aquino kominn af rótgrónum ættum stjórnmálamanna á Filipseyjum en faðir hans var þingmaður og langafi hans var fyrsti forseti Filipseyja að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Samhliða forsetakosningunum í maí á næsta ári verður kosið til 17 þúsund embætta í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. Filipseyjar eru ört vaxandi þriðjaheimsríki en þar búa tæplega hundrað milljónir manna en um sjö þúsund eyjar í suður Kyrrahafi teljast til Filipseyja og eru þær tólfta fjölmennasta ríki heims. Um tólf milljónir Filipseyinga búa í öðrum löndum, m.a. nokkur þúsund á Íslandi, og eru fjölmennastir allra þjóða í heiminum sem búa utan heimalands síns.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira