Erlent

Brak af flugi MH370 mögulega fundið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hingað til hefur leitarsvæðið ekki náð svona langt.
Hingað til hefur leitarsvæðið ekki náð svona langt. Google Maps
Mögulegt er að fyrstu leifarnar af flugi Malaysian Airlines, MH370, séu fundnar. Hingað til hefur hvorki tangur né tetur fundist af flugvélinni sem hvarf af ratsjám 8. mars 2014.

Brak af því sem talið er vera samsvarandi flugvél þeirri sem hvarf hefur fundist á Reunion-eyjum í Indlandshafi. Franskur sérfræðingur í flugöryggi, Xavier Tytelman, fékk sendar myndir frá íbúa á Reunion-eyjum af flugvélabraki. Eftir að hafa greint myndirnar og rætt við kollega sína telur Tytelman að brakið sé af Boeing 777 þotu.

Of snemmt er að segja til um hvort að brakið sé af flugvél Malaysian Airlines en að sögn Tytelman hafa áströlsk yfirvöld sem stjórnuðu leitinni áhuga á að komast í brakið.

Gríðarlega umfangsmikil hefur farið fram en hingað til hafa 55.000 ferkílómetrar af sjávargrunni verið kembdir án árangurs.


Tengdar fréttir

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×