Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 10:01 Að loknum samningafundi í Vínarborg. Vísir/AFP Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25