Segir bæinn hygla Fimleikafélaginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2015 09:00 Hafnarfjarðarbær hefur varið 2,7 milljörðum króna í framkvæmdir við íþróttasvæði FH en um 114 milljónum króna við íþróttasvæði Hauka. vísiR/PJEtUR „Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Það er alveg augljóst að bærinn hyglar FH. Hér er klárlega verið að mismuna íþróttafélögum,“ segir Samúel Guðmundsson, formaður íþróttafélagsins Hauka. Hafnarfjarðarbær birti í vikunni skýrslu um fjárframlög Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga bæjarins. Þegar litið er til fjárfestinga í íþróttamannvirkjum kemur í ljós að eitt íþróttafélag fær mun hærri framlög en önnur. Frá árinu 2006 hefur Hafnarfjarðarbær varið rúmlega 2,7 milljörðum króna í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, í Kaplakrika. Á sama tíma nema fjárfestingar í íþróttamannvirkjum Hauka á Ásvöllum rúmlega 114 milljónum. Þannig eru fjárfestingar bæjarins í mannvirkjum FH rúmlega 23 sinnum meiri en í mannvirkjum Hauka. „Fjárframlög til okkar hafa engin verið síðustu ár. Við erum afskaplega ósátt með hvernig þetta hefur verið,“ segir Samúel. Samúel Guðmundssonmynd/Samúel GuðmundssonSamúel segir Hauka hafa beðið eftir því árum saman að bærinn komi að því að byggja íþróttahús sem grunnur hefur verið að síðan 2006. Ekki hefur verið byrjað á framkvæmdum enn þá og segir Samúel ekkert fjármagn hafa fengist. Íþróttahúsið er ekki einu framkvæmdirnar sem Haukar hyggjast ráðast í. „Við höfum líka haft hugmyndir um að byggja knatthús þar sem við höfum enga yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu eins og FH hefur. Við erum búin að viðra þær hugmyndir en fáum ekki fjármagn til,“ segir Samúel. „Við bindum miklar vonir við það að bæjarfélagið sé að koma að því að styðja uppbyggingu okkar líka. Nú finnst okkur komið að Haukum,“ segir Samúel. Samúel segir Hauka hafa þrýst á bæinn mjög lengi en nú hafi framkvæmdanefnd um uppbyggingu á Ásvöllum tekið til starfa. Funda átti í gær með bænum klukkan fjögur en ekkert varð af þeim fundi. „Þeir þora greinilega ekki að hitta okkur,“ segir Samúel.Hvorki náðist í Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, né Viðar Halldórsson, formann FH, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira