Leynivopn Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2015 12:15 "Sigur eða dauði.“ Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. Þeir kalla sig „Inghemasiyoun“ sem þýðir í raun „þeir sem sökkva sér djúpt í viðfangsefnið“. Þeir þykja ofstækismenn og eru mjög agaðir. Þeir berjast til hins síðasta og eru yfirleitt með sprengibelti sem þeir sprengja sjái þeir fram á ósigur. Í myndbandi sem ISIS birti í maí eftir að hryðjuverkasamtökin hertóku bæinn al-Sukhna í Sýrlandi, má sjá þar sem hópur „sérsveitarmanna“ ISIS kallar „Sigur eða dauði“. „Þeir valda óreiðu og svo gera þeir árás,“ segir talsmaður People´s Protection Units (YPG), sem eru samtök Kúrda og eru studd af Bandaríkjunum, við AP fréttaveituna. YPG hafa sigrað ISIS í nokkrum bardögum í Sýrlandi á síðustu misserum og rekið þá úr nokkrum þorpum og bæjum. Þrátt fyrir að ISIS séu þekktastir fyrir grimmilegar aftökur og hrottalega meðferð á föngum og þá sérstaklega konum, búa samtökin yfir skipulögðum herafla. Viðmælendur AP sem eru háttsettir meðlimir í íraska hernum, leyniþjónustu Írak og meðal Kúrda, segja vígamenn ISIS vera hugvitssama.„Sérsveitarmenn“ ISIS á skriðdreka.Þeir noti sandstorma til þess að fela flutninga vígamanna eða sem skjól til árása. Þá þekkist að þeir bindi leyniskyttur upp í pálmatrjám þar sem þeir geti séð yfir stórt svæði. Þar að auki geti þeir skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild. ISIS notar sjálfsmorðsárásir til að draga úr anda óvina sinna og til að brjóta sér leið í gegnum víglínur þeirra.Tilgangur með ódæðisverkum Ódæði ISIS eru einnig hluti af hernaði þeirra, þar sem tilgangurinn er að draga úr anda óvina og láta vígamenn þeirra líta út fyrir að vera óstöðvandi. Samtökin hafa margsinnis birt myndbönd þar sem handsamaðir óvinir þeirra eru myrtir á grimmilegan hátt.Sjá einnig: Birtu myndband af grimmilegum morðum ISIS og 25 manns sjást skotnir til bana í hringleikahúsi Palmyra. Prófessorinn Andreas Krieg varði tíma með vopnuðum sveitum Kúrda síðasta haust. Hann segir að yfirmönnum ISIS sé veitt töluvert svigrúm til að ná markmiðum sínum. Þeir fái markmið en megi nota hvaða aðferðir sem þeim detti í hug til að ná þeim. Það er öfugt miðað við herina í Írak og Sýrlandi. AP segir að þar séu menn hræddir við að taka ákvarðanir án þess að þær séu samþykktar af yfirmönnum.Vígamenn ISIS geta skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild.Vígamenn ISIS eru þar að auki vel þjálfaðir og vel búnir vopnum. Í skyndisókn ISIS í Írak í fyrra náðu samtökin gífurlegu magni vopna sem hermenn höfðu kastað frá sér eða yfirgefið er þeir flúðu. Hluti vopna samtakanna, eins og skriðdrekar og stórskotalið, er ekki notaður og virðist vera í geymslu fyrir orrustur framtíðarinnar.Sjá einnig: Ár frá falli Mosul Fjöldi vígamanna ISIS í Sýrlandi er talinn vera allt frá 30 til 60 þúsund samkvæmt íraska hernum. Fyrrverandi yfirmenn í her Saddam Hussein hjálpuðu til við skipulagningu herafla ISIS sem er samsettur mönnum víða úr heiminum. Íslamska ríkið hertók borgina Ramadi í Írak í maí. Þar voru „Inghemasiyoun“ að verki og var herinn niðurlægður af falli borgarinnar. Um 200 vígamenn tóku borgina af um tvö þúsund hermönnum. Fyrsta skref árásarinnar var að gera fjölmargar sjálfsmorðsárásir gegn hermönnum í borginni. Síðan notuðu vígamennirnir sandstorm til þess að laumast inn í borgina og hefja átökin. Verjendur borgarinnar sýnu ekki mikinn baráttuanda og flúðu.Hafa þurft að hörfa Íslamska ríkið hefur þurft að hörfa undan hernum og öðrum vopnuðum sveitum í Írak, en loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gera þeim erfitt um vik að flytja hermenn. Þá hafa Kúrdar herjað stíft gegn ISIS í Sýrlandi. Þeir vörðu borgina Kobani og tóku landamærabæinn Tal Abyad. Þrátt fyrir það gerðu um 70 vígamenn árás á Kobani í síðasta mánuði. Tilgangur þeirra var ekki að hertaka borgina, heldur að sá ótta og óreiðu. Vígamennirnir börðust í um tvo daga við mun fleiri óvini og á tveimur dögum myrtu þeir um 250 borgara. Þar á meðal voru um 100 börn. Auk þessu felldu þeir 30 vopnaða Kúrda. Þrátt fyrir að ISIS sé mögulega á hælunum, hafa þeir sýnt að þeir geta enn slegið frá sér og eru ávallt hættulegir. Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. Þeir kalla sig „Inghemasiyoun“ sem þýðir í raun „þeir sem sökkva sér djúpt í viðfangsefnið“. Þeir þykja ofstækismenn og eru mjög agaðir. Þeir berjast til hins síðasta og eru yfirleitt með sprengibelti sem þeir sprengja sjái þeir fram á ósigur. Í myndbandi sem ISIS birti í maí eftir að hryðjuverkasamtökin hertóku bæinn al-Sukhna í Sýrlandi, má sjá þar sem hópur „sérsveitarmanna“ ISIS kallar „Sigur eða dauði“. „Þeir valda óreiðu og svo gera þeir árás,“ segir talsmaður People´s Protection Units (YPG), sem eru samtök Kúrda og eru studd af Bandaríkjunum, við AP fréttaveituna. YPG hafa sigrað ISIS í nokkrum bardögum í Sýrlandi á síðustu misserum og rekið þá úr nokkrum þorpum og bæjum. Þrátt fyrir að ISIS séu þekktastir fyrir grimmilegar aftökur og hrottalega meðferð á föngum og þá sérstaklega konum, búa samtökin yfir skipulögðum herafla. Viðmælendur AP sem eru háttsettir meðlimir í íraska hernum, leyniþjónustu Írak og meðal Kúrda, segja vígamenn ISIS vera hugvitssama.„Sérsveitarmenn“ ISIS á skriðdreka.Þeir noti sandstorma til þess að fela flutninga vígamanna eða sem skjól til árása. Þá þekkist að þeir bindi leyniskyttur upp í pálmatrjám þar sem þeir geti séð yfir stórt svæði. Þar að auki geti þeir skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild. ISIS notar sjálfsmorðsárásir til að draga úr anda óvina sinna og til að brjóta sér leið í gegnum víglínur þeirra.Tilgangur með ódæðisverkum Ódæði ISIS eru einnig hluti af hernaði þeirra, þar sem tilgangurinn er að draga úr anda óvina og láta vígamenn þeirra líta út fyrir að vera óstöðvandi. Samtökin hafa margsinnis birt myndbönd þar sem handsamaðir óvinir þeirra eru myrtir á grimmilegan hátt.Sjá einnig: Birtu myndband af grimmilegum morðum ISIS og 25 manns sjást skotnir til bana í hringleikahúsi Palmyra. Prófessorinn Andreas Krieg varði tíma með vopnuðum sveitum Kúrda síðasta haust. Hann segir að yfirmönnum ISIS sé veitt töluvert svigrúm til að ná markmiðum sínum. Þeir fái markmið en megi nota hvaða aðferðir sem þeim detti í hug til að ná þeim. Það er öfugt miðað við herina í Írak og Sýrlandi. AP segir að þar séu menn hræddir við að taka ákvarðanir án þess að þær séu samþykktar af yfirmönnum.Vígamenn ISIS geta skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild.Vígamenn ISIS eru þar að auki vel þjálfaðir og vel búnir vopnum. Í skyndisókn ISIS í Írak í fyrra náðu samtökin gífurlegu magni vopna sem hermenn höfðu kastað frá sér eða yfirgefið er þeir flúðu. Hluti vopna samtakanna, eins og skriðdrekar og stórskotalið, er ekki notaður og virðist vera í geymslu fyrir orrustur framtíðarinnar.Sjá einnig: Ár frá falli Mosul Fjöldi vígamanna ISIS í Sýrlandi er talinn vera allt frá 30 til 60 þúsund samkvæmt íraska hernum. Fyrrverandi yfirmenn í her Saddam Hussein hjálpuðu til við skipulagningu herafla ISIS sem er samsettur mönnum víða úr heiminum. Íslamska ríkið hertók borgina Ramadi í Írak í maí. Þar voru „Inghemasiyoun“ að verki og var herinn niðurlægður af falli borgarinnar. Um 200 vígamenn tóku borgina af um tvö þúsund hermönnum. Fyrsta skref árásarinnar var að gera fjölmargar sjálfsmorðsárásir gegn hermönnum í borginni. Síðan notuðu vígamennirnir sandstorm til þess að laumast inn í borgina og hefja átökin. Verjendur borgarinnar sýnu ekki mikinn baráttuanda og flúðu.Hafa þurft að hörfa Íslamska ríkið hefur þurft að hörfa undan hernum og öðrum vopnuðum sveitum í Írak, en loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gera þeim erfitt um vik að flytja hermenn. Þá hafa Kúrdar herjað stíft gegn ISIS í Sýrlandi. Þeir vörðu borgina Kobani og tóku landamærabæinn Tal Abyad. Þrátt fyrir það gerðu um 70 vígamenn árás á Kobani í síðasta mánuði. Tilgangur þeirra var ekki að hertaka borgina, heldur að sá ótta og óreiðu. Vígamennirnir börðust í um tvo daga við mun fleiri óvini og á tveimur dögum myrtu þeir um 250 borgara. Þar á meðal voru um 100 börn. Auk þessu felldu þeir 30 vopnaða Kúrda. Þrátt fyrir að ISIS sé mögulega á hælunum, hafa þeir sýnt að þeir geta enn slegið frá sér og eru ávallt hættulegir.
Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira