„Kynslóðin mín og þær næstu geta ekki farið í skóla“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 12:00 Kúrdar sem flúðu frá Kobani til Tyrklands nýkomnir yfir landamærin. UNHCR/I. Prickett Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við. Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Fjöldi fólks sem flúið hefur frá Sýrlandi til nágrannaríkja þess er nú í fyrsta sinn kominn yfir fjórar milljónir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið vera það versta sem þeir hafi komið að í 25 ár. Auk þess eru 7,6 milljónir manna á vergangi innan Sýrlands og margir þeirra búa við hættulegar aðstæður. „Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“Flóttamenn frá Kobani flúðu harða bardaga með allar sínar eigur sem þau gátu haldið á.UNHCR/I. PrickettIvra er 13 ára gömul, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem flúðu borgina Kobani þegar vígamenn Íslamska ríkisins gerðu árás á borgina. Bardagar um Kobani stóðu yfir í margar vikur. Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins. „Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.Meðal þess sem HNCR þarf að draga úr vegna fjárskorts er heilsugæsla.UNHCR/I. PrickettBara í júní flúðu rúmlega 24 þúsund manns til Tyrklands frá borginni Tel Abyad. Um 45 prósent allra flóttamanna frá Sýrlandi halda nú til í Tyrklandi. Í heildina eru um 1,8 milljónir í Sýrlandi, 1,2 í Líbanon, 630 þúsund í Jórdaníu, 250 þúsund í Írak, 132 þúsund í Egyptalandi og um 24 þúsund annarsstaðar í Norður-Afríku. Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.Hinn ellefu ára gamli Mujahid sér um kindur fjölskyldunnar í tjaldborginni sem þau búa í.UNHCR/L. AddarioÞví lengur sem dregst úr átökunum, því minni líkur eru á því að fólk ráði við að snúa aftur heim. Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast. Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.Hér má sjá aðstæður sem flóttafólk býr við.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30 Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15 Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33 ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23 Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00 Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ljósmyndin sem grætti internetið Fjögurra ára sýrlensk stúlka hélt að myndavél ljósmyndara væri vopn og lyfti höndum í uppgjöf. 31. mars 2015 14:30
Leynivopn Íslamska ríkisins Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. 8. júlí 2015 12:15
Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane. 25. júní 2015 08:33
ISIS berjast við Kúrda Íslamska ríkið hefur hafið tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. 25. júní 2015 20:23
Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS Tyrkneskir hermenn komu í veg fyrir að fólkið sem flúði átök milli ISIS og Kúrda, kæmist til Tyrklands. 14. júní 2015 11:00
Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin Þúsundir Sýrlendinga flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðausturhluta Sýrlands. 14. júní 2015 16:29