Óttast ekki Ögmund vegna hugsanlegrar gjaldtöku Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 15:47 Ísólfur Gylfi segir að eitthvað verði að gera svo taka megi á móti öllum þessum ferðamönnum. Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira