Varpa ljósi á tengsl ástralskra stjórnmálamanna við ítölsk glæpasamtök Birgir Olgeirsson skrifar 29. júní 2015 00:41 Sidney, Ástralíu. Vísir/Getty Ný fréttaskýring ástralska fréttaskýringaþáttarins Four Corners er sögð leiða í ljós tengsl á milli ástralskra stjórnmálamanna og ítölsku Ndrangheta-glæpasamtakanna. Þátturinn verður sýndur að kvöldi mánudags í Ástralíu en í honum kemur fram að stjórnmálamenn á sveitarstjórnarstigi og landsvísu hafi mögulega gerst sekir um spillingu vegna smuga í regluverki stjórnmálaflokka sem varða fjárframlög. Ndrangheta-glæpasamtökin, kennd við Calabria-svæðið á Ítalíu, eru sögð ein þau hættulegustu í heimi en þau stunda eiturlyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Starfsemi nær út um víðan heim og segir ríkisfjölmiðillinn í Ástralíu, ABC, þau beita hótunum og ofbeldi þar í landi. Samtökin höndla ekki aðeins með eiturlyf í Ástralíu heldur einnig ávexti og grænmeti, svo dæmi séu tekin. Í auglýsingu fyrir þáttinn er sagt frá manni með tengsl við Ndrangheta-samtökin sem hitti þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, og aðra háttsetta stjórnmálamenn á fjáröflunarviðburði fyrir frjálslynda flokkinn snemma á síðasta áratug. Í fréttaskýringunni var tekið fram að ekkert gæfi til kynna að Howard hefði vitað af tengslum mannsins við glæpaheiminn. Þá var greint frá því í þættinum að bæði meðlimir verkamannaflokksins og frjálslynda flokksins hefðu verið beittir þrýstingi af styrktaraðilum um málefni sem tengdust löglegri og ólöglegri starfsemi þeirra. Vitnað var í trúnaðarskýrslur lögreglunnar í Ástralíu frá árinu 2013 þar sem greint er frá því að Ndrangheta hefði notað vel þekkta styrktaraðila stjórnmálaflokka til að fegra starfsemi sína. Hélt lögreglan því fram að styrktaraðilar flokkanna hefðu verið notaðir til að afla háttsettum manni innan samtakanna landvistarleyfi í Ástralíu sem síðar var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl og morðtilraun. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ný fréttaskýring ástralska fréttaskýringaþáttarins Four Corners er sögð leiða í ljós tengsl á milli ástralskra stjórnmálamanna og ítölsku Ndrangheta-glæpasamtakanna. Þátturinn verður sýndur að kvöldi mánudags í Ástralíu en í honum kemur fram að stjórnmálamenn á sveitarstjórnarstigi og landsvísu hafi mögulega gerst sekir um spillingu vegna smuga í regluverki stjórnmálaflokka sem varða fjárframlög. Ndrangheta-glæpasamtökin, kennd við Calabria-svæðið á Ítalíu, eru sögð ein þau hættulegustu í heimi en þau stunda eiturlyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Starfsemi nær út um víðan heim og segir ríkisfjölmiðillinn í Ástralíu, ABC, þau beita hótunum og ofbeldi þar í landi. Samtökin höndla ekki aðeins með eiturlyf í Ástralíu heldur einnig ávexti og grænmeti, svo dæmi séu tekin. Í auglýsingu fyrir þáttinn er sagt frá manni með tengsl við Ndrangheta-samtökin sem hitti þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, og aðra háttsetta stjórnmálamenn á fjáröflunarviðburði fyrir frjálslynda flokkinn snemma á síðasta áratug. Í fréttaskýringunni var tekið fram að ekkert gæfi til kynna að Howard hefði vitað af tengslum mannsins við glæpaheiminn. Þá var greint frá því í þættinum að bæði meðlimir verkamannaflokksins og frjálslynda flokksins hefðu verið beittir þrýstingi af styrktaraðilum um málefni sem tengdust löglegri og ólöglegri starfsemi þeirra. Vitnað var í trúnaðarskýrslur lögreglunnar í Ástralíu frá árinu 2013 þar sem greint er frá því að Ndrangheta hefði notað vel þekkta styrktaraðila stjórnmálaflokka til að fegra starfsemi sína. Hélt lögreglan því fram að styrktaraðilar flokkanna hefðu verið notaðir til að afla háttsettum manni innan samtakanna landvistarleyfi í Ástralíu sem síðar var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl og morðtilraun.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira