Erlent

Jack Warner svarar John Oliver

Samúel Karl Ólason skrifar
Jack Warner og John Oliver.
Jack Warner og John Oliver. Vísir/EPA
Grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver keypti í síðustu viku tíma hjá sjónvarpsstöðinni TV6 í Trinidad. Tímann notaði hann til að gera grín að Jack Warner, fyrrverandi varaforseta FIFA, og hvetja hann til að standa við yfirlýsingar sínar um að hann ætlaði að uppljóstra um spillingu innan hreyfingarinnar.

Jack Warner hefur nú einnig birt myndband á TV6 þar sem hann svarar John Oliver. Hann segir það óskiljanlegt að sjónvarpsstöðin hafi leyft útlendingi að gera grín að íbúum Trinidad og Tobago. Að þeir hafi leyft honum að gera grín að talsmáta þeirra, útliti og menningu.

„Ég þarf ekki á ráðum að halda frá grínistafífli sem veit ekki neitt um þetta land. Hann þarf ekki að segja mér hvaða skjöl ég geri opinber og hvað ekki. Það kemur honum ekki við og ég tek ekki við skipunum frá honum,“ segir Warner í myndbandinu sem er með þó nokkuð dramatíska tónlist í bakgrunninum.

Myndband Jack Warner má sjá hér að neðan og einnig myndband John Oliver.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×