Lífið

John Oliver keypti tíma á sjónvarpsstöð í Trinidad til að koma skilaboðum til Jack Warner

Birgir Olgeirsson skrifar
John Oliver
John Oliver vísir/getty
Grínistinn John Oliver hefur ekki legið á skoðunum sínum um alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna FIFA og vonast eftir breytingum á yfirstjórn hreyfingarinnar.

Oliver stjórnar þættinum Last WeekTonight en hann keypti útsendingar tíma hjá sjónvarpsstöðinni TV6 í Trinidad þar sem hann hvatti fyrrverandi varaforseta FIFA, JackWarner, til að standa við stóru orðin og uppljóstra um spillingu innan hreyfingarinnar.

Warner hafði sjálfur keypt tíma á TV6 í síðustu viku þar sem hann sagðist vera með mikið magn upplýsinga um spillingu innan FIFA eftir að hann sjálfur hafði verið handtekinn og sakaður um mútuþægni og svik.

„Af hverju ekki? Það er ekki eins og þú sért ekki nú þegar í miklum vanda. Opinberaðu upplýsingarnar, herra Warner, og þú gætir enn bjargað því litla sem þú átt eftir af orðsporinu,“ sagði Oliver í skilaboðunum til Warner.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×