Aron um hjólhestaspyrnumarkið: Búinn að æfa þetta fyrir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 11:00 Aron skorar markið glæsilega gegn Excelsior. vísir/getty Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, landsliðsframherji Bandaríkjanna, segist vera að finna sitt fyrra form eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni stóran hluta tímabilsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig en síðustu 4-5 leikir hafa verið mjög góðir og ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu bandaríska landsliðsins. Aron spilaði virkilega vel með AZ á lokasprettinum í hollensku úrvalsdeildinni og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. AZ vann þessa fjóra síðustu leiki og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og slapp um leið við að fara í umspil um Evrópusæti. „Eftir að við töpuðum fyrir Feyenoord byrjuðum við að búa okkur undir umspilið í huganum,“ sagði Aron en AZ tryggði sér 3. sætið í deildinni með 1-4 sigri á Excelsior í lokaumferðinni þar sem Aron skoraði tvennu og gaf auk þess stoðsendingu. Aron skoraði fyrsta mark leiksins gegn Excelsior sem var í glæsilegri kantinum, hjólhestaspyrna af bestu gerð. „Boltinn kom inn í teiginn og skoppaði hátt upp í loftið. Það var snúningur á boltanum svo ég reyndi að lesa hvenær hann myndi detta niður og komst í hann á undan varnarmanninum. „Boltinn var í fullkominni hæð og ég ákvað bara að nota hjólhestaspyrnu. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi heppnast,“ sagði Aron sem æfði hjólhestaspyrnur sérstaklega fyrir leikinn. „Ég æfði hjólhestaspyrnur tveimur dögum fyrir leikinn og var heppinn að þetta hittist svona á.“ Aron segir að mikill fögnuður hafi brotist út þegar Evrópusætið var í höfn. „Við fögnuðum eins og við hefðum orðið meistarar. Þetta var frábær tilfinnig í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum síðan vorum við vissir um að við værum á leið í umspilið. Það var því frábært að enda tímabilið í 3. sæti,“ sagði framherjinn sem er í bandaríska landsliðshópnum sem mætir Hollandi í Amsterdam 5. júní og Þýskalandi fimm dögum seinna.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Aron með tvö í lokaleik tímabilsins Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum. 17. maí 2015 14:26