Íslenski boltinn

Stafsetningarvilla í húðflúri Jóa Laxdal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann fagnar marki með Stjörnunni.
Jóhann fagnar marki með Stjörnunni. vísir/daníel
„Þessu verður breytt," skrifar Jóhann Laxdal á Twitter-síðu sína aðspurður um hvort það eigi ekki að vera stórt s í Stjarnan í húðflúri hans.

Jóhann fékk sér á dögunum húðflúr með söngi Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þar sem þeir syngja um að þeir muni aldrei yfirgefa Stjörnuna.

Stjarnan er þó skrifuð með litlum staf í húðflúri Jóhanns, sem hann er með á höndinni, en margir Twitter-notendur hafa spurt hvort þarna séu ekki um mistök að ræða.

Jóhann svaraði svo í morgun að breytingar væru væntanlegar á húðflúrinu, en hann hyggst breyta litla s-inu í stórt.

Húðflúrið má sjá hér að neðan og einnig lesa frétt Vísis frá því í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×