Innlent

Píratar langstærstir

Bjarki Ármannsson skrifar
Aðeins þrír þingmenn sitja nú á þingi fyrir Pírata, en það myndi breytast ef kosið yrði í dag.
Aðeins þrír þingmenn sitja nú á þingi fyrir Pírata, en það myndi breytast ef kosið yrði í dag. Vísir/Vilhelm
30,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjustu könnun Þjóðarpúls Gallup sögðust myndu kjósa Pírata, færu kosningar til Alþingis fram í dag. Flokkurinn bætir við sig rúmlega átta prósentustigum og hefur tvöfaldað fylgi sitt á síðustu tveimur mánuðum.

Í öðru sæti í nýju könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælist með 22,9 prósent. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Fylgi flokksins hefur minnkað um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun.

Á eftir Sjálfstæðisflokknum fara svo Samfylkingin, með 14,1 prósent, Vinstri græn, með 10,6 prósent, og Framsóknarflokkurinn, með 10,1 prósent.

Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 7,8 prósent og hefur aldrei verið minna á kjörtímabilinu. Fylgi flokksins minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða.


Tengdar fréttir

Píratar myndu fá fjórtán þingmenn

Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta.

Bubbi orðinn stuðningsmaður Pírata

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa Pírata í næstu kosningum þrátt fyrir málflutning þeirra í tengslum við ólöglegt niðurhal á tónlist.

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×