Píratar vilja segja sig úr alþjóðasamtökum Anna Guðjónsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:39 Píratar telja að PPI skorti þau grunngildi sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu. Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Pírata eru fylgjandi úrsögn úr alþjóðasamtökum Pírata. Kosning fór fram á vef flokksins í gær þar sem félagar Pírata sem skráðir eru í kosningakerfi þeirra gátu kosið um úrsögn úr alþjóðasamtökunum Pirate Parties International. 41 greiddu atkvæði og lauk kosningunum með því að 97,5 prósent voru fylgjandi úrsögn. „Ákvörðunin um að semja þessa ályktun var tekin einfaldlega vegna þess að PPI skortir algjörlega þau grunngildi og ferla sem Píratar á Íslandi starfa eftir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að breyta lögum PPI og starfsemi samtakanna hefur það ekki gengið,“ segir Arnaldur Sigurðarson, en hann situr í framkvæmdaráði Pírata. Hann tekur fram að eftir fimm ára starf hefur lítið gerst hjá samtökunum og því telji Píratar á Íslandi að tími sé kominn fyrir nýtt alþjóðastarf með öflugum Pírötum í gegnum aðrar leiðir en í samstarfi við PPI.Arnaldur Sigurðarson segir augljóst að Píratar vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi.Arnaldur segir að hlutverk PPI ætti að vera að efla alþjólegt samstarf Pírata. „Hingað til hafa samtökin verið ansi slöpp við að koma slíku samstarfi af stað. Píratar í Bretlandi og Ástralíu hafa þegar sagt sig úr samtökunum og í kjölfarið skapaðist umræða hjá Pírötum á Íslandi hvort það væri þess virði að halda þessu samstafi áfram,“ segir Arnaldur. „Nokkrir innan Pírata hafa verið virkir í samskiptum við aðra meðlimi erlendis um stöðu alþjóðasamstarfs. Markmiðið virðist vera að skapa öðruvísi vettvang sem gerir alþjóðasamstarf auðveldara og meira í takt við grunngildi Pírata sem skortir hjá PPI. Þetta er ennþá í vinnslu og erfitt að segja til um hvernig sá vettvangur kemur til með að líta út,“ segir Arnaldur. Arnaldur telur ljóst að eftir kosningarnar í gær að Píratar hér á landi vilji fara nýjar leiðir í alþjóðasamstarfi við aðra flokka sem séu sammála þeirra grunngildum. Um 1443 meðlimir voru skráðir í flokkinn í lok mars, en að sögn Arnaldar hafa þó ekki allir meðlimir ákveðið að gerast þátttakendur í kosningakerfinu.
Tengdar fréttir Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. 10. apríl 2015 11:00