Innlent

Segir að Píratar kenni sig við skipulagða glæpastarfsemi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist á þingi í dag ekkert skilja í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna. Í könnuninni mældust Píratar með 29,1% fylgi og myndu fá 19 þingmenn.

„Í henni kemur í ljós að flokkur Pírata, það er flokkur sem kennir sig við skipulagða glæpastarfsemi, að hann nýtur 30% kjörfylgis miðað við skoðanakannanir. Ef að sjóræningjastarfsemi er ekki skipulögð glæpastarfsemi þá skil ég ekki orðið.“

Vilhjálmur sagðist vona það að skoðanakönnunin væri aðeins lítið gult spjald til Sjálfstæðisflokksins og jafnvel annarra flokka.

Þá sagðist hann líka vonast til þess að menn tækju afstöðu á þingi en „sitji ekki hjá eins og er algengast hjá þessum flokki,“ og vísaði þar til Pírata.


Tengdar fréttir

Píratar myndu fá fjórtán þingmenn

Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.