Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna. Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Píratar halda áfram að bæta við sig fylgi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok vikunnar, myndi flokkurinn fá 29,1 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og fá nítján þingmenn kjörna. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn því fá fimm þingmönnum fleiri en niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins frá 10. og 11. mars sýndu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu einungis 22 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessir tveir flokkar gætu því ekki myndað meirihluta miðað við niðurstöður þessara rkönnunar.Þau tíðindi bárust þann 12. mars að Gunnar Bragi Sveinsson hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Þessi framganga Gunnars Braga mælist misjafnlega fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 24 prósent svarenda í könnun Fréttablaðsins væru sátt við framgöngu ráðherrans. Mikill meirihluti, eða 63 prósent, er aftur á móti ósáttur. Þrisvar sinnum hafa mótmælendur komið saman við Alþingishúsið til þess að lýsa andstöðu við framgöngu ríkisstjórnarflokkanna í málinu. Þrátt fyrir þessi viðbrögð almennings bæta aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki við sig fylgi í nýju könnuninni. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem styðja áframhaldandi viðræður og aðild Íslands að Evrópusambandinu stendur nánast óhaggað á milli kannana. Litlu færri kjósendur segjast nú myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð en sögðust myndu gera það í könnuninni fyrr í mars. Sá munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Píratar hafa mikla yfirburði á meðal fólks sem er undir 50 ára aldri. Af þeim kjósendum sem tóku afstöðu sögðust tæplega 38 prósent á aldrinum 18-49 ára myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósenta fylgi, en 13 prósent svarenda í þessum aldurshópi myndu kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar sterkastur á meðal 50 ára og eldri. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 26 prósent kjósenda á þeim aldri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rétt rúmlega 19 prósent að þau myndu kjósa Píratana og tæplega 20 prósent að þau myndu kjósa Samfylkinguna.
Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira