Umboðsmaður Kára í fangelsi vegna morðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 19:11 Kári Árnason í leik með Rotherdam í ensku b-deildinni í vetur. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var í viðtali við Hjört Hjartason í Akraborginni á X-inu í kvöld en þar fór hann yfir tímabilið með Rotherham United í ensku b-deildinni í vetur. Það gekk mikið á hjá Kára og félögum en hann segist vera orðinn þreyttur á þjálfara sínum, hinum litríka Steve Evans. Kári segir hann vita lítið um fótbolta. Það er heldur ekki góðar fréttir af umboðsmanni Kára sem situr í fangelsi, grunaður um aðild að morði. Kári er á leiðinni í frí til Marokkó og viðurkennir að hann sé þreyttur eftir erfitt tímabil. „Sem betur fer er þetta tímabil búið," sagði Kári í léttum tón. Það er ekki bara 46 leikja tímabil sem reyndi á íslenska miðvörðinn. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi," segir Kári en hvað er þetta með knattspyrnustjórann Steve Evans. „Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári. „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi," sagði Kári hlæjandi. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," segir Kári en hann býst við að Steve Evans verði áfram. „Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári en hvað með hann sjálfan. „Hugurinn leitar klárlega annað og ég vona að stjórinn sé ekkert að láta þýða þetta viðtal. Ég er búinn að vera að leita að liðið allan tímann en það er bara svolítið erfitt að finna eitthvað nýtt þegar þú ert kominn á þennan aldur og þá sérstaklega innan Englands," sagði Kári um framhaldið. „Það er eiginlega vonlaust, ef þú ert ekki stærra nafn en þetta, að koma þér til einhvers skárra félags. Ég er því að ströggla með að finna lið og þar stoppar þetta," sagði Kári. Kári verður 33 ára gamall í október en er í góðu formi, fastamaður í íslenska landsliðinu, og ætti að eiga tvö eða þrjú góð tímabil eftir í skrokknum „Mér hefur aldrei liðið betur og sjaldan spilað betur enda hef ég þroskast sem leikmaður. Líkaminn er ekkert að kvarta en það er alveg eðlilegt að vera þreyttur eftir einhverja fimmtíu leiki. Mér líður eins og þegar í var 22-23 ára gamall,." sagði Kári. Eitthvað hlýtur umboðsmaður hans að vera að vinna í hans málum eða hvað? „Umboðsmaðurinn minn lenti í því að fara í fangelsi á dögunum og ég hef lítið heyrt frá honum eða ekkert nema eitt símtal á viku," sagði Kári en hvað gerði hann af sér? „Það var leiðindamál sem kom upp og hann var í miðjunni á því. Hann var inni fyrir morð en hann gerði það ekki. Hann var bara með gæja sem framdi morð. Það er því lítið að gerast en ég er að tala við aðra umboðsmenn," sagði Kári. Það er hægt að hlusta á allt viðtal Hjartar við Kára hér fyrir ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15 Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56 Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var í viðtali við Hjört Hjartason í Akraborginni á X-inu í kvöld en þar fór hann yfir tímabilið með Rotherham United í ensku b-deildinni í vetur. Það gekk mikið á hjá Kára og félögum en hann segist vera orðinn þreyttur á þjálfara sínum, hinum litríka Steve Evans. Kári segir hann vita lítið um fótbolta. Það er heldur ekki góðar fréttir af umboðsmanni Kára sem situr í fangelsi, grunaður um aðild að morði. Kári er á leiðinni í frí til Marokkó og viðurkennir að hann sé þreyttur eftir erfitt tímabil. „Sem betur fer er þetta tímabil búið," sagði Kári í léttum tón. Það er ekki bara 46 leikja tímabil sem reyndi á íslenska miðvörðinn. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi," segir Kári en hvað er þetta með knattspyrnustjórann Steve Evans. „Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári. „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi," sagði Kári hlæjandi. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," segir Kári en hann býst við að Steve Evans verði áfram. „Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári en hvað með hann sjálfan. „Hugurinn leitar klárlega annað og ég vona að stjórinn sé ekkert að láta þýða þetta viðtal. Ég er búinn að vera að leita að liðið allan tímann en það er bara svolítið erfitt að finna eitthvað nýtt þegar þú ert kominn á þennan aldur og þá sérstaklega innan Englands," sagði Kári um framhaldið. „Það er eiginlega vonlaust, ef þú ert ekki stærra nafn en þetta, að koma þér til einhvers skárra félags. Ég er því að ströggla með að finna lið og þar stoppar þetta," sagði Kári. Kári verður 33 ára gamall í október en er í góðu formi, fastamaður í íslenska landsliðinu, og ætti að eiga tvö eða þrjú góð tímabil eftir í skrokknum „Mér hefur aldrei liðið betur og sjaldan spilað betur enda hef ég þroskast sem leikmaður. Líkaminn er ekkert að kvarta en það er alveg eðlilegt að vera þreyttur eftir einhverja fimmtíu leiki. Mér líður eins og þegar í var 22-23 ára gamall,." sagði Kári. Eitthvað hlýtur umboðsmaður hans að vera að vinna í hans málum eða hvað? „Umboðsmaðurinn minn lenti í því að fara í fangelsi á dögunum og ég hef lítið heyrt frá honum eða ekkert nema eitt símtal á viku," sagði Kári en hvað gerði hann af sér? „Það var leiðindamál sem kom upp og hann var í miðjunni á því. Hann var inni fyrir morð en hann gerði það ekki. Hann var bara með gæja sem framdi morð. Það er því lítið að gerast en ég er að tala við aðra umboðsmenn," sagði Kári. Það er hægt að hlusta á allt viðtal Hjartar við Kára hér fyrir ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15 Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56 Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15
Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56
Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00