Erlent

Sipilä myndar stjórn með Sönnum Finnum

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Stubb, fráfarandi forsætisráðherra og formaður Þjóðarbandalagsins,Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, og Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins.
Alexander Stubb, fráfarandi forsætisráðherra og formaður Þjóðarbandalagsins,Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, og Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins.
Juha Sipilä, leiðtogi finnska Miðflokksins, hyggst mynda nýja ríkisstjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum og Þjóðarbandalaginu, flokks Alexanders Stubb forsætisráðherra. Greint var frá þessu í dag.

Miðflokkurinn vann mikinn sigur í finnsku þingkosningunum í sem fram fóru í apríl.

Sipilä vildi ekki í fyrstu ekki greina frá með hverjum hann vildi starfa og átti samtöl við leiðtoga allra flokka sem náðu mönnum á þing. Hann hafði þó sagst ekki vilja mynda stjórn með jafn mörgum flokkum og fráfarandi stjórn sem samanstóð af fimm flokkum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×