Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 14:30 Juha Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Vísir/AFP Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést. Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést.
Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00