Bókhaldari nasista í Auschwitz biðst fyrirgefningar Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 10:51 Oskar Gröning er líklegast einn sá síðasti sem leiddur verður fyrir rétt fyrir þátt sinn í útrýmingarbúðum þýskra nasista. Vísir/AFP Réttarhöld gegn hinum 93 ára Oskar Gröning, fyrrum bókhaldara í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz, hófust í morgun. Hann er grunaður um að hafa átt þátt í morðunum á um 300 þúsund mönnum. Gröning er líklegast einn sá síðasti sem leiddur verður fyrir rétt vegna aðildar sinnar að grimmdarverkunum í útrýmingarbúðum þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Gröning baðst fyrirgefningar þegar hann mætti fyrir rétt í morgun. „Í mínum huga er enginn vafi á því að ég ber siðferðislega ábyrgð.“ Hann sagðist hafa þekkt til þess á sínum tíma að fjöldi gyðinga hafi verið leiddir inn í gasklefa og teknir þar af lífi. BBC greinir frá. „Ég bið um fyrirgefningu,“ sagði Göring þar sem á áttunda tug eftirlifenda og aðstandenda fórnarlamba voru saman komnir. „Þið megið nú úrskurða hvort ég beri einhverja ábyrgð samkvæmt lögunum.“ Gröning hafði það verkefni að reikna og skrá þá peninga sem fangarnir höfðu með sér þegar þeir komu fyrst til búðanna. Verkefni hans var einnig að koma í veg fyrir að nýir fangar kæmust að þeim fjöldamorðum sem þar voru stunduð. Áætlað er að um milljón manns hafi látið lífið í útrýmingarbúðunum. Gröning á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Andstætt við aðra þá sem störfuðu í Auschwitz hefur Gröning talað opinskátt um það sem átti sér stað í búðunum. Hefur hann ritað sjálfsævisögu, látið taka við sig viðtöl og tekið þátt í gerð fjölda heimildarmynda. Búist er við að reéttarhöldum ljúki þann 29. júlí. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Réttarhöld gegn hinum 93 ára Oskar Gröning, fyrrum bókhaldara í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz, hófust í morgun. Hann er grunaður um að hafa átt þátt í morðunum á um 300 þúsund mönnum. Gröning er líklegast einn sá síðasti sem leiddur verður fyrir rétt vegna aðildar sinnar að grimmdarverkunum í útrýmingarbúðum þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Gröning baðst fyrirgefningar þegar hann mætti fyrir rétt í morgun. „Í mínum huga er enginn vafi á því að ég ber siðferðislega ábyrgð.“ Hann sagðist hafa þekkt til þess á sínum tíma að fjöldi gyðinga hafi verið leiddir inn í gasklefa og teknir þar af lífi. BBC greinir frá. „Ég bið um fyrirgefningu,“ sagði Göring þar sem á áttunda tug eftirlifenda og aðstandenda fórnarlamba voru saman komnir. „Þið megið nú úrskurða hvort ég beri einhverja ábyrgð samkvæmt lögunum.“ Gröning hafði það verkefni að reikna og skrá þá peninga sem fangarnir höfðu með sér þegar þeir komu fyrst til búðanna. Verkefni hans var einnig að koma í veg fyrir að nýir fangar kæmust að þeim fjöldamorðum sem þar voru stunduð. Áætlað er að um milljón manns hafi látið lífið í útrýmingarbúðunum. Gröning á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Andstætt við aðra þá sem störfuðu í Auschwitz hefur Gröning talað opinskátt um það sem átti sér stað í búðunum. Hefur hann ritað sjálfsævisögu, látið taka við sig viðtöl og tekið þátt í gerð fjölda heimildarmynda. Búist er við að reéttarhöldum ljúki þann 29. júlí.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila