Illa hefur gengið að fella leiðtoga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 14:15 Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra hefur gengið illa að fella leiðtoga ISIS, en hafa fellt fjölda vígamanna. Vísir Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak. Mið-Austurlönd Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak.
Mið-Austurlönd Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira