Illa hefur gengið að fella leiðtoga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 14:15 Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra hefur gengið illa að fella leiðtoga ISIS, en hafa fellt fjölda vígamanna. Vísir Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak. Mið-Austurlönd Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira