Suarez segir það verstu stundina á ferlinum þegar hann beit Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 22:30 Luis Suarez. Vísir/Getty Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann. Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann.
Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira