Suarez segir það verstu stundina á ferlinum þegar hann beit Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 22:30 Luis Suarez. Vísir/Getty Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann. Fótbolti Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann.
Fótbolti Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira