Veiðigjald sett til þriggja ára og makríllinn í kvóta Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:24 Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira