Veiðigjald sett til þriggja ára og makríllinn í kvóta Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:24 Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira