Veiðigjald sett til þriggja ára og makríllinn í kvóta Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:24 Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veiðigjöld verða í fyrsta skipti ákvörðuð til lengri tíma en eins árs og makríll verður kvótasettur samkvæmt frumvörpum sem sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Hann áætlar að veiðigjöld skili ríkissjóði hátt í tíu milljörðum á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða en komst ekki með það út úr ríkisstjórn vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Veiðigjöldin hafa hingað til verið ákveðin til eins árs í senn, en samkvæmt frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir í dag verða þau ákveðin til þriggja ára. Veiðigjöld voru fyrst lögð á í tíð fyrri ríkisstjórnar en frá stjórnarskiptum hefur ríkisstjórnin lækkað þau í tvígang. Hins vegar eru sömu reiknireglur á veiðigjaldinu sem nú er lagt til og gildir á þessu fiskveiðiári. Sérstaka veiðigjaldið verður aftur á móti lagt af. „Af því leiðir nokkrar tæknilega breytingar. Við tökum upp staðgreiðslu á veiðigjaldið sem áður var greitt fyrirfram. Þá förum fram á að útgerðirnar skili upplýsingum með skattframtölum. Þannig að eftir tvö ár getum við lagt á veiðigjöld með nýrri upplýsingum en við höfum hingað til getað,“ segir Sigurður Ingi. Sjávarútvegsráðherra segir að vegna afkomubata muni veiðigjaldið skila ríkissjóði heldur meiri tekjum en í ár eða tæpum tíu milljörðum.Er það ásættanlegt afgjald til þjóðarinnar af notkun þessarar auðlindar?„Við erum auðvitað að reyna að tryggja eins fjölbreyttan útveg og hægt er og ég vona að þetta sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri og meðalfyrirtækin. En ég held að heilt yfir sé þetta ásættanlegt já,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í öðru frumvarpi sjávarútvegsráðherra verður makríllinn kvótasettur í fyrsta skipti, en hingað til hefur ráðherra einungis gefið út heildarkvóta á allan flotann. Kvótinn gildir til sex ára og miðast við veiðireynslu undanfarinna ára. „Þetta er auðvitað byggt annars vegar á þeim lagagrunni sem við höfum haft og þeim eðlilegu væntingum sem menn hafa þá búið til miðað við veiðireynslu síðustu ára og auðvitað á stjórnarsáttmálanum þar sem talað er um að við ætlum að byggja áfram á aflamarkskerfinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira