Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2015 20:56 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Pjetur Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28