Erlent

Tsarnaev vildi refsa Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Tsarnaev bíður annað hvort lífstíðarfangelsisdómur eða dauðadómur, verði hann fundinn sekur.
Tsarnaev bíður annað hvort lífstíðarfangelsisdómur eða dauðadómur, verði hann fundinn sekur. Vísir/AP
Saksóknari í Bandaríkjunum hefur greint kviðdómi frá því að Dzhokar Tsarnaev hafi ásamt bróður sínum „viljað refsa Bandaríkjunum“. Dzhokar og Tamerlan Tsarnaev skipulögðu sprengjutilræði í Boston-maraþoninu í apríl 2013.

Lögmenn Tsarnaev viðurkenna að hann hafi staðið fyrir árásinni en að hann hafi verið undir áhrifum frá róttækum bróður sínum.

Í frétt BBC segir að ef hinn 21 árs gamli Tsarnaev verði fundinn sekur muni hann annað hvort hljóta lífstíðarfangelsisdóm eða dauðadóm.

Ákæran á hendur Tsarnaev er í þrjátíu liðum.

Þrír létust og 260 særðust í árásinni, en þar að auki lést einn lögreglumaður þegar leit að bræðrunum stóð yfir.

Lögmenn fluttu lokaræður sínar í réttarhöldunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×