Erlent

Sendi þúsundir eintaka af The Interview til Norður-Kóreu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Norður-Kóreumenn eiga hættu á að verða dæmdir í fangelsi, gerist þeir sekir um að hafa horft á myndina.
Norður-Kóreumenn eiga hættu á að verða dæmdir í fangelsi, gerist þeir sekir um að hafa horft á myndina.
Lee Min-bok, suðurkóreskur aðgerðarsinni, segist hafa sent þúsundir eintaka af hinni umdeildu mynd The Interview yfir landamærin til Norður-Kóreu. Norður-Kóreumönnum hefur verið bannað að horfa á myndina, en geri þeir það eiga þeir hættu á að verða dæmdir í fangelsi.

Lee segist hafa fest DVD-diskana á blöðrur og þannig komið þeim yfir landamærin. Á blöðrurnar festi hann einnig Bandaríkjadali og að eigin sögn milljón bæklinga sem innihalda gagnrýni á stjórnarhætti Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Hann segist vilja segja nágrönnum sínum í norðri „sannleikann um hið raunverulega líf“ og hvetur þá til að hafna öllum áróðri leiðtogans. Lee er sjálfur flóttamaður frá Norður-Kóreu.

Aðgerðarsinnar í Suður-Kóreu hafa ítrekað sent Norður-Kóreumönnum skilaboð með þessum hætti.

Lee hefur stundað það í nokkurn tíma að koma skilaboðum til nágranna sinna með þessum hætti.

Tengdar fréttir

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.

Vill dreifa í Norður-Kóreu

Kóreumaðurinn Park Sang-hak sem flúði Norður-Kóreu og starfar nú sem aðgerðasinni í Suður-Kóreu ætlar sér að senda 100.000 eintök af grínmyndinni The Interview til Norður-Kóreu með blöðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×