Dennis Rodman býður Seth Rogen til Norður Kóreu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 14:00 Rodman vill fara með Rogen til Norður Kóreu Vísir/Getty Körfuboltakappinn litríki, Dennis Rodman, vill kynna Seth Rogen fyrir Norður Kóreu. Rodman segist jafnframt ekki trúa því að tölvuárás sem gerð var á Sony hafi verið skipulögð af stjórnvöldum í Norður Kóreu. Eins og margir vita hefur kvikmynd sem Rogen leikstýrði, sem ber titilinn The Interview, nánast orðið valdur af milliríkjadeilu. Kvikmyndin fjallar um tvo blaðamenn sem er fyrirskipað að ráða Kim Jong-un af dögum. Myndin vakti reiði stjórnvalda í Norður Kóreu. Í sumar gáfu þau út hótun; aðgerðum sem myndu draga dilk á eftir á sér. Þegar tölvuárás var gerð á Sony Pictures töldu margir að stjórnvöld Norður Kóreu hefðu verið þátttakendur. Rodman, sem er persónulegur vinur Kim Jong-un, telur það algjörlega útilokað. „Hversu margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem sýna Norður Kóreu í neikvæðu ljósi?" spurði hann. Rodman er sjálfur að gera kvikmynd um heimsókn sína til landsins, en hann heimsótti Norður Kóreu með körfuboltalið með sér. Rodman segir að hann hafi fengið boð um að aðstoða Rogen og félaga við gerð The Interview. Hann hafi ekki á heimangengt þegar boðið kom og þegar hann átti kost á að hitta aðstandendur myndarinn var vinnslu myndarinnar lokið. „Fyrst hugsaði maður að það væri flott að þeir væru að gera gamanmynd um Norður Kóreu. Ég hugsaði bara: Kúl, Kúl Kúl. En svo fer fattar maður að myndin snýst um að drepa leiðtogann. Það er bara ekkert fyndið. Bara ekkert," sagði hann í viðtalinu. Rodman vonast til þess að geta tekið Rogen með sér til Norður Kóreu. „Ég hefði viljað geta tekið hann til Norður Kóreu og sýnt honum hvernig landið er í raun og veru. Hvernig hlutirnir gangi fyrir sig. Ég hefði viljað fara áður en hann gerði myndina. En ég er til í að fara með hann þangað núna. Síðan gætu þeir tekið viðtal við mig og ég gæti sagt þeim hvað mér finnst um myndina þeirra." Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Körfuboltakappinn litríki, Dennis Rodman, vill kynna Seth Rogen fyrir Norður Kóreu. Rodman segist jafnframt ekki trúa því að tölvuárás sem gerð var á Sony hafi verið skipulögð af stjórnvöldum í Norður Kóreu. Eins og margir vita hefur kvikmynd sem Rogen leikstýrði, sem ber titilinn The Interview, nánast orðið valdur af milliríkjadeilu. Kvikmyndin fjallar um tvo blaðamenn sem er fyrirskipað að ráða Kim Jong-un af dögum. Myndin vakti reiði stjórnvalda í Norður Kóreu. Í sumar gáfu þau út hótun; aðgerðum sem myndu draga dilk á eftir á sér. Þegar tölvuárás var gerð á Sony Pictures töldu margir að stjórnvöld Norður Kóreu hefðu verið þátttakendur. Rodman, sem er persónulegur vinur Kim Jong-un, telur það algjörlega útilokað. „Hversu margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem sýna Norður Kóreu í neikvæðu ljósi?" spurði hann. Rodman er sjálfur að gera kvikmynd um heimsókn sína til landsins, en hann heimsótti Norður Kóreu með körfuboltalið með sér. Rodman segir að hann hafi fengið boð um að aðstoða Rogen og félaga við gerð The Interview. Hann hafi ekki á heimangengt þegar boðið kom og þegar hann átti kost á að hitta aðstandendur myndarinn var vinnslu myndarinnar lokið. „Fyrst hugsaði maður að það væri flott að þeir væru að gera gamanmynd um Norður Kóreu. Ég hugsaði bara: Kúl, Kúl Kúl. En svo fer fattar maður að myndin snýst um að drepa leiðtogann. Það er bara ekkert fyndið. Bara ekkert," sagði hann í viðtalinu. Rodman vonast til þess að geta tekið Rogen með sér til Norður Kóreu. „Ég hefði viljað geta tekið hann til Norður Kóreu og sýnt honum hvernig landið er í raun og veru. Hvernig hlutirnir gangi fyrir sig. Ég hefði viljað fara áður en hann gerði myndina. En ég er til í að fara með hann þangað núna. Síðan gætu þeir tekið viðtal við mig og ég gæti sagt þeim hvað mér finnst um myndina þeirra."
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira