Dennis Rodman býður Seth Rogen til Norður Kóreu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 14:00 Rodman vill fara með Rogen til Norður Kóreu Vísir/Getty Körfuboltakappinn litríki, Dennis Rodman, vill kynna Seth Rogen fyrir Norður Kóreu. Rodman segist jafnframt ekki trúa því að tölvuárás sem gerð var á Sony hafi verið skipulögð af stjórnvöldum í Norður Kóreu. Eins og margir vita hefur kvikmynd sem Rogen leikstýrði, sem ber titilinn The Interview, nánast orðið valdur af milliríkjadeilu. Kvikmyndin fjallar um tvo blaðamenn sem er fyrirskipað að ráða Kim Jong-un af dögum. Myndin vakti reiði stjórnvalda í Norður Kóreu. Í sumar gáfu þau út hótun; aðgerðum sem myndu draga dilk á eftir á sér. Þegar tölvuárás var gerð á Sony Pictures töldu margir að stjórnvöld Norður Kóreu hefðu verið þátttakendur. Rodman, sem er persónulegur vinur Kim Jong-un, telur það algjörlega útilokað. „Hversu margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem sýna Norður Kóreu í neikvæðu ljósi?" spurði hann. Rodman er sjálfur að gera kvikmynd um heimsókn sína til landsins, en hann heimsótti Norður Kóreu með körfuboltalið með sér. Rodman segir að hann hafi fengið boð um að aðstoða Rogen og félaga við gerð The Interview. Hann hafi ekki á heimangengt þegar boðið kom og þegar hann átti kost á að hitta aðstandendur myndarinn var vinnslu myndarinnar lokið. „Fyrst hugsaði maður að það væri flott að þeir væru að gera gamanmynd um Norður Kóreu. Ég hugsaði bara: Kúl, Kúl Kúl. En svo fer fattar maður að myndin snýst um að drepa leiðtogann. Það er bara ekkert fyndið. Bara ekkert," sagði hann í viðtalinu. Rodman vonast til þess að geta tekið Rogen með sér til Norður Kóreu. „Ég hefði viljað geta tekið hann til Norður Kóreu og sýnt honum hvernig landið er í raun og veru. Hvernig hlutirnir gangi fyrir sig. Ég hefði viljað fara áður en hann gerði myndina. En ég er til í að fara með hann þangað núna. Síðan gætu þeir tekið viðtal við mig og ég gæti sagt þeim hvað mér finnst um myndina þeirra." Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Körfuboltakappinn litríki, Dennis Rodman, vill kynna Seth Rogen fyrir Norður Kóreu. Rodman segist jafnframt ekki trúa því að tölvuárás sem gerð var á Sony hafi verið skipulögð af stjórnvöldum í Norður Kóreu. Eins og margir vita hefur kvikmynd sem Rogen leikstýrði, sem ber titilinn The Interview, nánast orðið valdur af milliríkjadeilu. Kvikmyndin fjallar um tvo blaðamenn sem er fyrirskipað að ráða Kim Jong-un af dögum. Myndin vakti reiði stjórnvalda í Norður Kóreu. Í sumar gáfu þau út hótun; aðgerðum sem myndu draga dilk á eftir á sér. Þegar tölvuárás var gerð á Sony Pictures töldu margir að stjórnvöld Norður Kóreu hefðu verið þátttakendur. Rodman, sem er persónulegur vinur Kim Jong-un, telur það algjörlega útilokað. „Hversu margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem sýna Norður Kóreu í neikvæðu ljósi?" spurði hann. Rodman er sjálfur að gera kvikmynd um heimsókn sína til landsins, en hann heimsótti Norður Kóreu með körfuboltalið með sér. Rodman segir að hann hafi fengið boð um að aðstoða Rogen og félaga við gerð The Interview. Hann hafi ekki á heimangengt þegar boðið kom og þegar hann átti kost á að hitta aðstandendur myndarinn var vinnslu myndarinnar lokið. „Fyrst hugsaði maður að það væri flott að þeir væru að gera gamanmynd um Norður Kóreu. Ég hugsaði bara: Kúl, Kúl Kúl. En svo fer fattar maður að myndin snýst um að drepa leiðtogann. Það er bara ekkert fyndið. Bara ekkert," sagði hann í viðtalinu. Rodman vonast til þess að geta tekið Rogen með sér til Norður Kóreu. „Ég hefði viljað geta tekið hann til Norður Kóreu og sýnt honum hvernig landið er í raun og veru. Hvernig hlutirnir gangi fyrir sig. Ég hefði viljað fara áður en hann gerði myndina. En ég er til í að fara með hann þangað núna. Síðan gætu þeir tekið viðtal við mig og ég gæti sagt þeim hvað mér finnst um myndina þeirra."
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira