BHM heldur verkfallsboðun til streitu Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 12:29 BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. Óvissa ríkir um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sextán aðildarfélaga í Starfsgreinasambandinu sem nú stendur yfir, eftir að Félagsdómur dæmdi atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ólöglega í gær. Ríkið vísaði kjaradeilu þess við BHM til Ríkissaksóknara í morgun. Félagsdómur úrskurðaði í gær að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir starfsmanna Ríkisútvarpsins í annars vegar Félagi tæknifólks og hins vegar Félagi rafeindavirkja væri ólögleg og því varð ekkert af aðgerðum sem hefjast áttu klukkan sex í morgun hjá Ríkisútvarpinu. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert standi í vegi fyrir því að stéttarfélög framselji samningsumboð til landssambanda stéttarfélaga. Slíkt framsal geti hins vegar lögum samkvæmt ekki náð til verkfallsréttar, enda sé hann bundinn við stéttarfélög samkvæmt 14. gr. laga nr. 80 frá árinu 1938. En talið var úr sameiginlegum atkvæðapotti í boðuðum aðgerðum starfsmanna Ríkisútvarpsins. Samtök atvinnulífsins skutu málinu til Félagsdóms en nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir 16 stéttarfélaga sem eiga aðild að Starfsgreinasambandinu. Atkvæðagreiðslan hófst sl mánudag og á að ljúka að kveldi 30 mars og aðgerðir eiga að hefjast hinn 10 apríl samþiggi félagsmenn þessara félaga það. Nú ríkir óvissa um lögmæti þessarar atkvæðagreiðslu og ætla formenn stéttarfélaganna að funda um málið klukkan eitt. Samninganefndir ríkisins og Bandalags háskólamanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun þar sem ríkið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Ása Sigríður Þórisdóttir upplýsingafulltrúi BHM segir að hinn 20. mars sl. hafi Kjara- og mannauðssýsla ríkisins óskað eftir afriti af atkvæðaseðli, og eftir atvikum fylgigögnum, þeirra félaga BHM sem tóku þátt í verkfallskosningu dagana 16-19 mars sl. auk skýringa á því með hvaða hætti atkvæðagreiðslan fór fram. Ása Sigríður segir engan vafa ríkja um lögmæti atkvæðagreiðslu BHM um verkfallsaðgerðir. „Nei, ekki í okkar huga. Við lítum svo á að þetta sé lögmæt atkvæðagreiðsla og standi og sé gild.,“ segir hún. Það hafi verið vel sundurgreinanlegt hvernig einstök félög greiddu atkvæði þar sem kjörsókn var yfir 80 prósent og um 80 prósent samþykkti aðgerðir. Boðun aðgerða BHM standi því. „Já, BHMP félagar sem starfa hjá ríkinu eru á leið í verkfall eftir páska,“ sagði Ása Sigríður Þórisdóttir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Óvissa ríkir um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sextán aðildarfélaga í Starfsgreinasambandinu sem nú stendur yfir, eftir að Félagsdómur dæmdi atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ólöglega í gær. Ríkið vísaði kjaradeilu þess við BHM til Ríkissaksóknara í morgun. Félagsdómur úrskurðaði í gær að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir starfsmanna Ríkisútvarpsins í annars vegar Félagi tæknifólks og hins vegar Félagi rafeindavirkja væri ólögleg og því varð ekkert af aðgerðum sem hefjast áttu klukkan sex í morgun hjá Ríkisútvarpinu. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert standi í vegi fyrir því að stéttarfélög framselji samningsumboð til landssambanda stéttarfélaga. Slíkt framsal geti hins vegar lögum samkvæmt ekki náð til verkfallsréttar, enda sé hann bundinn við stéttarfélög samkvæmt 14. gr. laga nr. 80 frá árinu 1938. En talið var úr sameiginlegum atkvæðapotti í boðuðum aðgerðum starfsmanna Ríkisútvarpsins. Samtök atvinnulífsins skutu málinu til Félagsdóms en nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir 16 stéttarfélaga sem eiga aðild að Starfsgreinasambandinu. Atkvæðagreiðslan hófst sl mánudag og á að ljúka að kveldi 30 mars og aðgerðir eiga að hefjast hinn 10 apríl samþiggi félagsmenn þessara félaga það. Nú ríkir óvissa um lögmæti þessarar atkvæðagreiðslu og ætla formenn stéttarfélaganna að funda um málið klukkan eitt. Samninganefndir ríkisins og Bandalags háskólamanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun þar sem ríkið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Ása Sigríður Þórisdóttir upplýsingafulltrúi BHM segir að hinn 20. mars sl. hafi Kjara- og mannauðssýsla ríkisins óskað eftir afriti af atkvæðaseðli, og eftir atvikum fylgigögnum, þeirra félaga BHM sem tóku þátt í verkfallskosningu dagana 16-19 mars sl. auk skýringa á því með hvaða hætti atkvæðagreiðslan fór fram. Ása Sigríður segir engan vafa ríkja um lögmæti atkvæðagreiðslu BHM um verkfallsaðgerðir. „Nei, ekki í okkar huga. Við lítum svo á að þetta sé lögmæt atkvæðagreiðsla og standi og sé gild.,“ segir hún. Það hafi verið vel sundurgreinanlegt hvernig einstök félög greiddu atkvæði þar sem kjörsókn var yfir 80 prósent og um 80 prósent samþykkti aðgerðir. Boðun aðgerða BHM standi því. „Já, BHMP félagar sem starfa hjá ríkinu eru á leið í verkfall eftir páska,“ sagði Ása Sigríður Þórisdóttir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira