Innlent

Greiddu 3,5 milljónir fyrir aðkeypta ráðgjöf vegna lekamálsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, lak gögnunum.
Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, lak gögnunum. Vísir/Daníel
Innanríkisráðuneytið borgaði 2,4 milljónir króna fyrir sérstaka fjölmiðlaráðgjöf vegna lekamálsins á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirliti yfir aðkeypta ráðgjöf sem ráðuneytið tók saman að beiðni Kjarnans.

Það var markaðsstofan Argus sem fékk greiðsluna.

Ráðuneytið greiddi lögmannsstofunni LEX rúma milljón fyrir lögfræðiráðgjöf í tengslum við sama mál. Beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins var því 3,5 milljónir króna á síðasta ári.

Lekamálið snýst um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla en síðastliðið haust viðurkenndi Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, að hafa lekið gögnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×