Íslenski boltinn

Fyrsti löglegi sigur Breiðabliks í Lengjubikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ellert Hreinsson var á skotskónum fyrir Breiðablik í gær.
Ellert Hreinsson var á skotskónum fyrir Breiðablik í gær. vísir/valli
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í A-deild Lengjubikars karla þegar liðið sigraði fyrstu deildarlið Þrótt, 3-1, í kvöldleik í Kórnum í gærkvöldi.

Arnþór Ari Atlason kom Breiðablik yfir eftir tólf mínútna leik og Ellert Hreinsson tvöfaldaði forystu Kópavogsliðsins þremur mínútum síðar.

Vilhjálmur Pálmason minnkaði muninn fyrir Þrótt á 25. mínútu, en Ellert Hreinsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Blika fjórum mínútum fyrir hálfleik. Staðan því 3-1 í hálfleik.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því eins og fyrr segir 3-1 sigur Blika. Breiðablik er með fjögur stig eftir þrjá leiki, en liðinu var dæmdur ósigur gegn ÍBV því liðið notaði ólöglegan leikmann. Þróttur er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Fjölmörgum leikjum var frestað í gær vegna veðurofsans sem dundi á landann, en áætlað er að þrír leikir fari fram í A-deildinni í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.