Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 11:23 Hugmyndir Sigmundar Davíðs um framgöngu sína í menntaskóla standast því miður ekki, að sögn Stefáns Pálssonar. Leiðréttingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forstætisráðherra, þær er snúa að spurningum í Gettu betur varðandi það hvort hann komst í ræðulið MR eða ekki, (Sigmundur vill meina að hann hafi komist í liðið), standast enga skoðun, að sögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings; hann komst aldrei í ræðuliðið. Vísir greindi frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi séð sig knúinn til að leiðrétta leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. „Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einhver helsti sérfræðingur landsins á sviði spurningakeppna, ekki síst Gettu betur auk þess að hafa á sínum tíma verið á bólakafi í ræðukeppnum á vegum MR, er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann hefur nú sett ofan í við Sigmund Davíð, og reyndar er tónninn í Stefáni eins og að hann sé að ávarpa frekan krakka. Stefán skrifar á Facebooksíðu sína eftirfarandi: „Nei Sigmundur. Þú vannst innanskólakeppni, annað hvort Orator Scholae eða Orator Minor. Það var hins vegar engin „undankeppni“ enda var það að vera í MorfÍs-liði ekki staða, heldur var stillt upp í lið fyrir hverja viðureign. Eftir að við Úlfur Eldjárn töpuðum á MR-Verslódeginum haustið 1993 fyrir Gulla busa fengum við samþykkt í bræði að MR hætti í MorfÍs. Þá var hins vegar ekkert búið að draga hvað þá að búið væri að velja í lið.“ Stefán bætir því svo við að þjálfari MR-liðsins þarna hafi verið Daníel Freyr Jónsson. „Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni hitt Sigmund Davíð á þessum árum, hvað þá meira.“ Stefán segir þetta reyndar skemmtilega rökfræðilega spurningu: „er hægt að vera í MorfÍs-liði sem keppir ekki í MorfÍs? Kannski svipað og að segja að maður hafi verið íslenski keppandinn í Eurovision 1998 og 2002... bara við ekki verið með.“Innlegg frá Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Leiðréttingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forstætisráðherra, þær er snúa að spurningum í Gettu betur varðandi það hvort hann komst í ræðulið MR eða ekki, (Sigmundur vill meina að hann hafi komist í liðið), standast enga skoðun, að sögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings; hann komst aldrei í ræðuliðið. Vísir greindi frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi séð sig knúinn til að leiðrétta leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. „Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einhver helsti sérfræðingur landsins á sviði spurningakeppna, ekki síst Gettu betur auk þess að hafa á sínum tíma verið á bólakafi í ræðukeppnum á vegum MR, er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann hefur nú sett ofan í við Sigmund Davíð, og reyndar er tónninn í Stefáni eins og að hann sé að ávarpa frekan krakka. Stefán skrifar á Facebooksíðu sína eftirfarandi: „Nei Sigmundur. Þú vannst innanskólakeppni, annað hvort Orator Scholae eða Orator Minor. Það var hins vegar engin „undankeppni“ enda var það að vera í MorfÍs-liði ekki staða, heldur var stillt upp í lið fyrir hverja viðureign. Eftir að við Úlfur Eldjárn töpuðum á MR-Verslódeginum haustið 1993 fyrir Gulla busa fengum við samþykkt í bræði að MR hætti í MorfÍs. Þá var hins vegar ekkert búið að draga hvað þá að búið væri að velja í lið.“ Stefán bætir því svo við að þjálfari MR-liðsins þarna hafi verið Daníel Freyr Jónsson. „Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni hitt Sigmund Davíð á þessum árum, hvað þá meira.“ Stefán segir þetta reyndar skemmtilega rökfræðilega spurningu: „er hægt að vera í MorfÍs-liði sem keppir ekki í MorfÍs? Kannski svipað og að segja að maður hafi verið íslenski keppandinn í Eurovision 1998 og 2002... bara við ekki verið með.“Innlegg frá Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02