Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 11:23 Hugmyndir Sigmundar Davíðs um framgöngu sína í menntaskóla standast því miður ekki, að sögn Stefáns Pálssonar. Leiðréttingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forstætisráðherra, þær er snúa að spurningum í Gettu betur varðandi það hvort hann komst í ræðulið MR eða ekki, (Sigmundur vill meina að hann hafi komist í liðið), standast enga skoðun, að sögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings; hann komst aldrei í ræðuliðið. Vísir greindi frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi séð sig knúinn til að leiðrétta leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. „Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einhver helsti sérfræðingur landsins á sviði spurningakeppna, ekki síst Gettu betur auk þess að hafa á sínum tíma verið á bólakafi í ræðukeppnum á vegum MR, er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann hefur nú sett ofan í við Sigmund Davíð, og reyndar er tónninn í Stefáni eins og að hann sé að ávarpa frekan krakka. Stefán skrifar á Facebooksíðu sína eftirfarandi: „Nei Sigmundur. Þú vannst innanskólakeppni, annað hvort Orator Scholae eða Orator Minor. Það var hins vegar engin „undankeppni“ enda var það að vera í MorfÍs-liði ekki staða, heldur var stillt upp í lið fyrir hverja viðureign. Eftir að við Úlfur Eldjárn töpuðum á MR-Verslódeginum haustið 1993 fyrir Gulla busa fengum við samþykkt í bræði að MR hætti í MorfÍs. Þá var hins vegar ekkert búið að draga hvað þá að búið væri að velja í lið.“ Stefán bætir því svo við að þjálfari MR-liðsins þarna hafi verið Daníel Freyr Jónsson. „Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni hitt Sigmund Davíð á þessum árum, hvað þá meira.“ Stefán segir þetta reyndar skemmtilega rökfræðilega spurningu: „er hægt að vera í MorfÍs-liði sem keppir ekki í MorfÍs? Kannski svipað og að segja að maður hafi verið íslenski keppandinn í Eurovision 1998 og 2002... bara við ekki verið með.“Innlegg frá Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Leiðréttingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forstætisráðherra, þær er snúa að spurningum í Gettu betur varðandi það hvort hann komst í ræðulið MR eða ekki, (Sigmundur vill meina að hann hafi komist í liðið), standast enga skoðun, að sögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings; hann komst aldrei í ræðuliðið. Vísir greindi frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi séð sig knúinn til að leiðrétta leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. „Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Einhver helsti sérfræðingur landsins á sviði spurningakeppna, ekki síst Gettu betur auk þess að hafa á sínum tíma verið á bólakafi í ræðukeppnum á vegum MR, er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann hefur nú sett ofan í við Sigmund Davíð, og reyndar er tónninn í Stefáni eins og að hann sé að ávarpa frekan krakka. Stefán skrifar á Facebooksíðu sína eftirfarandi: „Nei Sigmundur. Þú vannst innanskólakeppni, annað hvort Orator Scholae eða Orator Minor. Það var hins vegar engin „undankeppni“ enda var það að vera í MorfÍs-liði ekki staða, heldur var stillt upp í lið fyrir hverja viðureign. Eftir að við Úlfur Eldjárn töpuðum á MR-Verslódeginum haustið 1993 fyrir Gulla busa fengum við samþykkt í bræði að MR hætti í MorfÍs. Þá var hins vegar ekkert búið að draga hvað þá að búið væri að velja í lið.“ Stefán bætir því svo við að þjálfari MR-liðsins þarna hafi verið Daníel Freyr Jónsson. „Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni hitt Sigmund Davíð á þessum árum, hvað þá meira.“ Stefán segir þetta reyndar skemmtilega rökfræðilega spurningu: „er hægt að vera í MorfÍs-liði sem keppir ekki í MorfÍs? Kannski svipað og að segja að maður hafi verið íslenski keppandinn í Eurovision 1998 og 2002... bara við ekki verið með.“Innlegg frá Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02