Erlent

Munu endurskoða leitina að MH370 í maí

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Hafa malasíska flugvélin MH370 ekki fundist í lok maí verður leitinni hætt um tíma og leitaraðilar þurfa að „fara aftur að teikniborðinu“. Þetta kom fram í máli samgönguráðherra Malasíu í morgun. Flugvélin og 239 farþegar og starfsmenn hurfu sporlaust þann 8. mars í fyrra.

Flugvélin var á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking þega hún hvarf.

Liow Tiong Lai, sagði blaðamönnum í morgun að hann væri hæfilega bjartsýnn á að flugvélin væri á botni Suður-Indlandshafs. Þar sem leit stendur nú yfir. Aðspurður hvort að leitinni yrði hætt að fullu ef engar vísbendingar litu dagsins ljós, sagði hann að það væri ekki hægt að fullyrða um það. Það væri sérfræðinganna sem koma að leitinni að segja til um það.

Embættismenn frá Malasíu, Ástralíu og Kína munu funda í næsta mánuði til að ræða næstu skref.

Skip sem leita á botni hafsins út af ströndum Ástralíu hafa leitað á um 44 prósentum af hafsbotninum, sem í heild er um 60 þúsund ferkílómetrar. Tíu hlutir hafa fundist á botninum með sónartækjum, sem enn á eftir að bera kennsl á.

Fjöldi slíkra hluta hafa sést á sónartækjum hingað til, en flestir þeirra hafa verið rusl og gámar. Hvorki tangur né tetur af flugvélinni hefur fundist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×