Erlent

500 viðstaddir útför El-Hussein

Atli Ísleifsson skrifar
El-Hussein lést eftir skotbardaga við lögreglu nærri lestarstöðinni Nørrebro.
El-Hussein lést eftir skotbardaga við lögreglu nærri lestarstöðinni Nørrebro. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 500 manns mættu við útför hins 22 ára Omar Abdel Hamid El-Hussein sem varð tveimur að bana í árásum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.

Syrgjendur mættu að grafreit múslíma í Brøndby, úthverfi Kaupmannahafnar, en að sögn fréttaveitunnar Ritzau voru flestir ungir karlmenn sem margir huldu andlit sín.

El-Hussein lést eftir skotbardaga við lögreglu nærri lestarstöðinni Nørrebro. Hann hafði þá skotið mann til bana á fundi um tjáningarfrelsi í menningarhúsi og síðar öryggisvörð fyrir utan bænahús gyðinga í borginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×