Erlent

Myndand úr dróna: Gífurleg eyðilegging í Kobane

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi húsa í borginni eru ónýt.
Fjöldi húsa í borginni eru ónýt. Vísir/EPA
Árás Íslamska ríkisins á borgina Kobane, við landamæri Sýrlands og Tyrklands, hófst um miðjan september í fyrra og voru meðal annars gerðar stórskotaárásir á borgina. Hersveitir Kúrda vörðu borgina af mikilli hörku og var oft á tíðum tvísýnt um hvort það tækist.

Nú hafa vígamennirnir verið hraktir á brott og embættismenn huga að því að byggja borgina upp að nýju. Ljóst er að það mun krefjast mikillar vinnu og vera mjög dýrt. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er eyðileggingin í Kobane gífurlega mikil.


Tengdar fréttir

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×