Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:10 Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32