Erlent

Ætlar ekki að greiða skatt fyrr en stjórnendur HSBC fara í fangelsi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Greg Wise, eiginmaður Emmu Thompson, ætlar ekki að greiða penný í skatta fyrr en bankamenn eru fangelsaðir.
Greg Wise, eiginmaður Emmu Thompson, ætlar ekki að greiða penný í skatta fyrr en bankamenn eru fangelsaðir. Vísir/EPA/Adach
Leikarinn Greg Wise, eiginmaður Óskarsleikkonunnar Emmu Thompson, segir að þau hjónin ætli ekki að greiða meira í skatt þar til búið er að fangelsa þá bankamenn HSBC bankans sem tóku þátt í að koma eignum stóreignafólks undan skatti.



„Ég hef elskað að greiða skatta, af því að ég er algjör fjandans sósíalisti og trúi á að við séum öll í þessu saman,“ segir Wise í samtali við breska blaðið Evening Standard. „En mér býður við HMRC [skattstjóra], mér býður við HSBC og ég ætla ekki að greiða penní meira í skatta til þessi illmenni eru komin í fangelsi.“



Wise sagði að eiginkona sín væri tilbúin að grípa til sömu aðgerða og að hann sé tilbúinn að fara í fangelsi vegna þessa.


Tengdar fréttir

HSBC tengdur skattsvikum

Nærri 1.300 milljóna króna inneign er tengd Íslandi í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Bankinn er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við stórfelld undanskot skattgreiðslna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×