Viðskipti erlent

Lögregla gerir húsleit í höfuðstöðvum HSBC í Sviss

ingvar haraldsson skrifar
Svissenska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvar HSBC bankans í Genf í Sviss.
Svissenska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvar HSBC bankans í Genf í Sviss. nordicphotos/afp

Svissneska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvum HSBC bankans í Genf í Sviss. Bankinn og einstaklingar honum tengdir eru til rannsóknar vegna peningaþvættis. BBC greinir frá.

Bankinn hefur verið sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að skjóta undan skatti en í síðustu viku birtust gögn um bankareikninga mörg þúsund viðskiptavina bankans.

HSBC birti í kjölfarið heilsíðuauglýsingar í fjölmörgum dagblöðum þar sem beðist var afsökunar á framferði bankans.

Í gögnunum kom fram að sex viðskiptavinir bankans tengdust Íslandi á einhvern hátt, þar af einn með íslenskt vegabréf. Heildaruppæð innistæðanna sem tengdust Íslandi var upp á samtals 9,5 milljónir dollara.


Tengdar fréttir

HSBC tengdur skattsvikum

Nærri 1.300 milljóna króna inneign er tengd Íslandi í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Bankinn er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við stórfelld undanskot skattgreiðslna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.