Enski boltinn

Wenger: Meiðsli Aaron Ramsey líta ekki vel út

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aaron Ramsey entist í níu mínútur í gærkvöldi.
Aaron Ramsey entist í níu mínútur í gærkvöldi. vísir/getty
Arsenal vann nýliða Leicester, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og komst með því upp í fjórða sæti deildarinnar, en liðið varð fyrir áfalli í leiknum.

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey fór út af meiddur í seinni hálfleik aðeins níu mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Og meiðslin líta ekki vel út.

Sjá einnig:Fimmti heimasigur Arsenal í röð kom liðinu upp í fjórða sætið | Sjáið mörkin

„Þetta virðist vera enn ein aftan í læris tognunin hjá Aaron Ramsey. Ég veit ekki hversu slæmt þetta er, en þegar leikmenn setjast bara niður og fara beint út af lítur það ekki vel út,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn í gær.

Wenger hafnaði því að Ramsey væri að spila of mikið þó svo að hann væri búinn að koma við sögu í 25 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann segist þó passa upp á Walesverjann vegna sífelldra meiðslavandræða hans.

„Ég vildi fara varlega með hann í dag. Ég setti hann inn á því mér fannst okkur skorta kraft í sóknarleikinn, en það var ekki besta ákvörðunin,“ sagði Wenger.

„Í fyrra var Ramsey mikið meiddur í læri og nú tognar hann aftur og aftur. Þetta er í þriðja sinn á þessu ár. Það er samt ekki verið að spila honum of mikið,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×