Enski boltinn

Ramsey stýrir QPR til vors

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
QPR tilkynnti í dag að Chris Ramsey muni stýra liðinu til loka tímabilsins en hann hefur haldið um stjórnartaumana eftir að Harry Redknapp hætti skyndilega í upphafi mánaðarins.

Ramsey hefur stýrt QPR ásamt Les Ferdinand, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu, og liðið vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu er það vann Sunderland, 2-0, um helgina.

Tim Sherwood hafði verið sterklega orðaður við félagið en hann náði ekki samkomulagi við forráðamenn þess. Þá var Michael Laudrup einnig nefndur til sögunnar en hann er samningsbundinn félagi í Katar.

QPR hefur ekki enn staðfest ráðninguna en enskir fjölmiðlar fullyrða að gengið hafi verið frá ráðningu Ramsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×