Erlent

Obama eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaforseti fyrir framan spegilinn.
Bandaríkjaforseti fyrir framan spegilinn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti grettir sig, notar svokallaða „selfie-stöng“, teiknar myndir af eiginkonu sinni Michelle og þykist spila körfubolta.

Allt þetta og meira til gerir Obama í nýju myndbandi síðunnar Buzzfeed, til að kynna sjúkratryggingakerfið sem vanalega gengur undir nafninu Obamacare á óvenjulegan hátt.

Forsetinn grettir sig fyrir framan spegilinn í myndbandinu, tekur myndir af sjálfum sér og reynir að dýfa kexi í mjólkurglas án mikils árangur. Myndbandið er hið skemmtilegasta og má sjá að neðan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.