Enski boltinn

Koeman og Kane bestir í janúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ronald Koeman og Harry Kane.
Ronald Koeman og Harry Kane. vísir/getty
Harry Kane, leikmaður Tottenham, var kjörinn leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en kjörið var kunngjört í dag.

Kane skoraði fimm mörk í fjórum leikjum í janúar, þar á meðal glæsilega tvennu í 5-3 sigri Tottenham gegn toppliði Chelsea.

Tottenham vann þrjá leiki og tapaði einum af þeim fjórum sem Kane spilaði, en hann skoraði í þremur leikjum af fjórum; tvær tvennur og eitt í mark í tapi gegn Crystal Palace.

Hollendingurinn Ronald Koeman stýrði Southampton til sigurs þremur leikjum af fjórum í janúar, en liðið vann Arsenal, Manchester United og Newcastle. Það tapaði aftur á móti gegn Swansea.

Southampton hefur bætt við einum sigri og einu jafntefli í fyrstu leikjum febrúar og er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig fyrir ofan Arsenal, Tottenham og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×