Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 22:00 "Það sem fer á netið fer ekkert svo glatt til baka. Það er eiginlega ógjörningur,“ sagði Þórdís Elva. vísir/getty/gva Hefndarklám er ný tegund kynferðisofbeldis. Það er ekki bundið við bitra fyrrverandi maka eða elskhuga, heldur er um að ræða nektarmyndir eða myndskeið sem sett eru í dreifingu á netið, án samþykkis viðkomandi aðila. Þá hefur gerviklám verið að ryðja sér til rúms víða um heim, með aukinni tækni. Þetta kom fram í máli Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar myndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér“, á morgunverðarfundi Advania í morgun um áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga. Yfirskrift fundarins var: „Lífið er læk“.Gríðarlegt valdatæki Þórdís sagði hefndarklám algengara en margan grunar og sagði sögu sautján ára íslenskrar stúlku sem treysti aðila fyrir nektarmyndskeiði og myndum af sjálfri sér. Sá aðili brást trausti hennar og kom myndunum í dreifingu. Ef nafni stúlkunnar er slegið upp í leitarvél birtast klámsíður sem nú geyma myndskeiðin, flest undir óviðeigandi titlum „Framtíðarstarfsfólk mun sjá þetta, tengdaforeldrar, og allir sem leita eftir nafninu. Það sem fer á netið fer ekkert svo glatt til baka. Það er eiginlega ógjörningur og í þessu vill enginn lenda. Það er ekki að undra að þetta er gríðarlegt valdatæki og ef mynd fellur í rangar hendur þá fær sá aðili í hendurnar gríðarlegt vald,“ sagði Þórdís.Sjá einnig: Sexting algengara en flesta grunarEinn af hverjum fjórum áframsendir myndirnar„Sexting“ er einnig önnur birtingamynd kynferðisofbeldis. Skilgreining á sexting er; að senda, fá sent og deila með öðrum myndum og/eða texta á rafrænu formi. Nýleg bandarísk rannsókn leiddi það í ljós að 54 prósent ungmenna undir átján ára aldri hafa einhvern tímann tekið á móti eða sent „sexting“ boð. Þá áframsendir einn af hverjum fjórum sexting mynd og líkurnar á að þær fari í dreifingu eru tæplega 90 prósent. Sexting fer oftar en ekki fram í gegnum Snapchat. Myndir sem sendar eru í gegnum forritið eru ætlaðar ákveðnum aðila, eða aðilum, í mesta lagi tíu sekúndur, og eiga myndirnar að eyðast í kjölfarið. Þó er lítið mál að afrita þær. Þórdís sagði að forritinu ætti alls ekki að treysta. „Það veitir falska öryggiskennd,“ sagði hún.Sjá einnig: Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt„Ég var ófermd og bara krakki,“ sagði Tinna Ingólfsdóttir en saga hennar vakti mikla athygli.Grín sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingarÞórdís vakti jafnframt athygli á svokölluðu gerviklámi, sem hafi alveg sömu afleiðingar og aðrar nektarmyndir. Það virkar þannig að notendur á internetinu, sem færir eru í myndvinnsluforritum, umbreyta myndum af stúlkum þannig að þær líti út fyrir að vera nektarmyndir. Hún segir að algengt sé að notendur nafngreini stúlkur, íslenskar og erlendar, og óski eftir því að saklausum myndum sé breytt í nektarmyndir. „Það er orðið þannig að maður þarf ekki annað en að vera slarkfær í myndvinnslu til að gera ansi trúanlegar myndir. Þær geta haft alveg sömu afleiðingar og alvöru nektarmyndir ef það sem fyrir augum er er trúverðugt,“ sagði Þórdís. „Þetta á kannski að vera fyndið grín en hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar,“ bætti hún við.Lokaði sig af eftir að myndirnar fóru í dreifinguSaga Tinnu Ingólfsdóttur vakti mikla athygli, en þrettán ára sendi hún nektarmyndir af sér til manna sem hún hafði einungis spjallað við á netinu. Myndirnar fóru í kjölfarið í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu, bæði á sál og líkama, og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hún lokaði sjálfa sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. Tinna lést í maí í fyrra en sögu hennar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt Hermann Jónsson, faðir og skólastjóri Advania-skólans, segir foreldra á tækniöld verða að afla sé þekkingar, því netið sé orðinn svo stór partur af lífi barna. 13. febrúar 2015 12:15 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Vill að alþingi skoði hvort breyta þurfi lögum eftir að Hæstaréttur felldi úr gildi nálgunarbann Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki hægt að leggja á konur og börn að þola ofbeldi af því að alþingi sé svifaseint. 28. janúar 2015 15:25 Forsíðuviðtal Lífsins: Upplýst samfélag sterkasta vopnið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fékk sterka réttlætiskennd í vöggugjöf og lætur ekki sitt eftir liggja í uppbyggingu betra samfélags með hugsjón og ástriðu að vopni 6. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Hefndarklám er ný tegund kynferðisofbeldis. Það er ekki bundið við bitra fyrrverandi maka eða elskhuga, heldur er um að ræða nektarmyndir eða myndskeið sem sett eru í dreifingu á netið, án samþykkis viðkomandi aðila. Þá hefur gerviklám verið að ryðja sér til rúms víða um heim, með aukinni tækni. Þetta kom fram í máli Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar myndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér“, á morgunverðarfundi Advania í morgun um áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga. Yfirskrift fundarins var: „Lífið er læk“.Gríðarlegt valdatæki Þórdís sagði hefndarklám algengara en margan grunar og sagði sögu sautján ára íslenskrar stúlku sem treysti aðila fyrir nektarmyndskeiði og myndum af sjálfri sér. Sá aðili brást trausti hennar og kom myndunum í dreifingu. Ef nafni stúlkunnar er slegið upp í leitarvél birtast klámsíður sem nú geyma myndskeiðin, flest undir óviðeigandi titlum „Framtíðarstarfsfólk mun sjá þetta, tengdaforeldrar, og allir sem leita eftir nafninu. Það sem fer á netið fer ekkert svo glatt til baka. Það er eiginlega ógjörningur og í þessu vill enginn lenda. Það er ekki að undra að þetta er gríðarlegt valdatæki og ef mynd fellur í rangar hendur þá fær sá aðili í hendurnar gríðarlegt vald,“ sagði Þórdís.Sjá einnig: Sexting algengara en flesta grunarEinn af hverjum fjórum áframsendir myndirnar„Sexting“ er einnig önnur birtingamynd kynferðisofbeldis. Skilgreining á sexting er; að senda, fá sent og deila með öðrum myndum og/eða texta á rafrænu formi. Nýleg bandarísk rannsókn leiddi það í ljós að 54 prósent ungmenna undir átján ára aldri hafa einhvern tímann tekið á móti eða sent „sexting“ boð. Þá áframsendir einn af hverjum fjórum sexting mynd og líkurnar á að þær fari í dreifingu eru tæplega 90 prósent. Sexting fer oftar en ekki fram í gegnum Snapchat. Myndir sem sendar eru í gegnum forritið eru ætlaðar ákveðnum aðila, eða aðilum, í mesta lagi tíu sekúndur, og eiga myndirnar að eyðast í kjölfarið. Þó er lítið mál að afrita þær. Þórdís sagði að forritinu ætti alls ekki að treysta. „Það veitir falska öryggiskennd,“ sagði hún.Sjá einnig: Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt„Ég var ófermd og bara krakki,“ sagði Tinna Ingólfsdóttir en saga hennar vakti mikla athygli.Grín sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingarÞórdís vakti jafnframt athygli á svokölluðu gerviklámi, sem hafi alveg sömu afleiðingar og aðrar nektarmyndir. Það virkar þannig að notendur á internetinu, sem færir eru í myndvinnsluforritum, umbreyta myndum af stúlkum þannig að þær líti út fyrir að vera nektarmyndir. Hún segir að algengt sé að notendur nafngreini stúlkur, íslenskar og erlendar, og óski eftir því að saklausum myndum sé breytt í nektarmyndir. „Það er orðið þannig að maður þarf ekki annað en að vera slarkfær í myndvinnslu til að gera ansi trúanlegar myndir. Þær geta haft alveg sömu afleiðingar og alvöru nektarmyndir ef það sem fyrir augum er er trúverðugt,“ sagði Þórdís. „Þetta á kannski að vera fyndið grín en hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar,“ bætti hún við.Lokaði sig af eftir að myndirnar fóru í dreifinguSaga Tinnu Ingólfsdóttur vakti mikla athygli, en þrettán ára sendi hún nektarmyndir af sér til manna sem hún hafði einungis spjallað við á netinu. Myndirnar fóru í kjölfarið í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu, bæði á sál og líkama, og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hún lokaði sjálfa sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. Tinna lést í maí í fyrra en sögu hennar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt Hermann Jónsson, faðir og skólastjóri Advania-skólans, segir foreldra á tækniöld verða að afla sé þekkingar, því netið sé orðinn svo stór partur af lífi barna. 13. febrúar 2015 12:15 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Vill að alþingi skoði hvort breyta þurfi lögum eftir að Hæstaréttur felldi úr gildi nálgunarbann Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki hægt að leggja á konur og börn að þola ofbeldi af því að alþingi sé svifaseint. 28. janúar 2015 15:25 Forsíðuviðtal Lífsins: Upplýst samfélag sterkasta vopnið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fékk sterka réttlætiskennd í vöggugjöf og lætur ekki sitt eftir liggja í uppbyggingu betra samfélags með hugsjón og ástriðu að vopni 6. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Líf foreldra á tækniöld ekki alltaf auðvelt Hermann Jónsson, faðir og skólastjóri Advania-skólans, segir foreldra á tækniöld verða að afla sé þekkingar, því netið sé orðinn svo stór partur af lífi barna. 13. febrúar 2015 12:15
„Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00
Vill að alþingi skoði hvort breyta þurfi lögum eftir að Hæstaréttur felldi úr gildi nálgunarbann Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki hægt að leggja á konur og börn að þola ofbeldi af því að alþingi sé svifaseint. 28. janúar 2015 15:25
Forsíðuviðtal Lífsins: Upplýst samfélag sterkasta vopnið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fékk sterka réttlætiskennd í vöggugjöf og lætur ekki sitt eftir liggja í uppbyggingu betra samfélags með hugsjón og ástriðu að vopni 6. febrúar 2015 12:00