Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2015 16:27 Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum Kaupþings. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafssyni sem í gær var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í Hæstarétti í gær segist ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í tilkynningu til fjölmiðla segir hann að við meðferð málsins hafi verið brotið gegn grundvallarréttindum sínum. Ólafur segist hafa leitað álits lögmann í nokkrum Evrópulöndum eftir að hann var ákærður og segir hann það hafa verið samdóma álit þeirra að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög. Þá segir hann að dómurinn komi sér á óvart. „Ég hef alltaf trúað því að ég yrði sýknaður af öllum liðum þeirrar ákæru sem mér var birt á sínum tíma, enda er ég saklaus af því sem á mig var borið,“ segir hann í tilkynningunni. Í yfirlýsingunni beinir hann harðri gagnrýni til sérstaks saksóknara og segir meðal annars að embættið virði í engu þá grundvallarskyldu við rannsókn sakamáls að gætt skuli hlutlægni og sannleikans leitað. „Embætti sérstaks saksóknara var meðal annars sett á laggirnar til að sefa reiði borgaranna í landinu, svo vitnað sé til frumvarps til laga um embættið,“ segir hann. „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka,“ segir hann. Yfirlýsing frá Ólafi Ólafssyni Niðurstaða Hæstaréttar í gær olli mér verulegum vonbrigðum og áfalli. Ég hef alltaf trúað því að ég yrði sýknaður af öllum liðum þeirrar ákæru sem mér var birt á sínum tíma, enda er ég saklaus af því sem á mig var borið. Enginn er dómari í eigin sök og því leitaði ég eftir áliti frá sex virtum lögmönnum og fræðimönnum í fjórum Evrópulöndum vegna ákærunnar og dóms héraðsdóms. Álitin voru öll samhljóða um að ég hefði ekki gerst brotlegur við lög. Lagareglur um markaðsmisnotkun eru byggðar á evrópskum tilskipunum og eru reglur í einstökum löndum að mestu hinar sömu. Mér vitanlega eru refsingar sem þessar óþekktar í umræddum löndum. Þrátt fyrir sakfellingu getur dómurinn ekki bent á nein haldbær sönnunargögn eða framburði vitna sem staðfest gætu efni ákærunnar. Gildishlaðnar og innistæðulausar ályktanir dómsins breyta þar engu um. Engu að síður kemst dómurinn að því að ég hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun. Hæstiréttur sýknaði mig hins vegar réttilega af ákæru um umboðssvik og snéri þar við dómi héraðsdóms. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las bók fyrrum hæstaréttardómara um síðustu jól. Í bókinni segir um dómsforsetann, Markús Sigurbjörnsson, á blaðsíðu 383 að hann sé „afar leikinn í að semja langa lögfræðitexta, þar sem endaskipti eru höfð á hlutum. Einfalt verður flókið og satt ósatt.“ Ég neitaði að trúa þeim ásökunum sem þarna koma fram og í síðari skrifum höfundar. Við lestur þessa dóms fá orð höfundar allt aðra merkingu í mínum huga. Embætti sérstaks saksóknara var meðal annars sett á laggirnar til að sefa reiði borgaranna í landinu, svo vitnað sé til frumvarps til laga um embættið. Ég held að einsdæmi sé að lagatexti sé rökstuddur með þessum hætti í vestrænu samfélagi. Ljóst er að dómurinn í gær fellur vel að þessum tilgangi en byggist ekki á atvikum málsins og gildandi lögum. Mín reynsla er sú að embætti sérstaks saksóknara virði í engu þá grundvallarskyldu við rannsókn sakamáls að gætt skuli hlutlægni og sannleikans leitað. Eflaust hefur þrýstingur frá stjórnmálamönnum og almenningi eftir þær raunir sem þjóðin gekk í gegnum árin eftir bankahrunið haft mikið að segja um nálgun embættisins. Ég hugsa með hryllingi til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eru í blóma lífsins og bíða nú dóms vegna meintrar markaðsmisnotkunar ef Hæstiréttur sér ekki að sér og dæmir eftir lögum. Ég óska engum þess að þurfa að sæta meðferð af þessu tagi og því álagi sem fylgir fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra. Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka. Ég velti vöngum yfir því hvort réttarríki sé við lýði á Íslandi. Ég er sannfærður um að landsmenn vilja ekki búa í samfélagi þar sem réttaröryggi þeirra er ekki tryggt og mannréttindi ekki virt. Ég hef því ákveðið að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu í von um að dómurinn taki málið fyrir, enda var við meðferð málsins brotið gegn grundvallarréttindum einstaklinga sem njóta verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Virðingarfyllst, Ólafur Ólafsson Tengdar fréttir Sigurður segir hugarfar hæstaréttardómara „verulega brenglað“ Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi komið sér á óvart og hún sé mikil vonbrigði. 12. febrúar 2015 19:37 Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson og félagar hans úr Kaupþingi sem dæmdir voru í gær munu hefja afplánun í Hegningarhúsinu. 13. febrúar 2015 13:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ólafur Ólafssyni sem í gær var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í Hæstarétti í gær segist ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í tilkynningu til fjölmiðla segir hann að við meðferð málsins hafi verið brotið gegn grundvallarréttindum sínum. Ólafur segist hafa leitað álits lögmann í nokkrum Evrópulöndum eftir að hann var ákærður og segir hann það hafa verið samdóma álit þeirra að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög. Þá segir hann að dómurinn komi sér á óvart. „Ég hef alltaf trúað því að ég yrði sýknaður af öllum liðum þeirrar ákæru sem mér var birt á sínum tíma, enda er ég saklaus af því sem á mig var borið,“ segir hann í tilkynningunni. Í yfirlýsingunni beinir hann harðri gagnrýni til sérstaks saksóknara og segir meðal annars að embættið virði í engu þá grundvallarskyldu við rannsókn sakamáls að gætt skuli hlutlægni og sannleikans leitað. „Embætti sérstaks saksóknara var meðal annars sett á laggirnar til að sefa reiði borgaranna í landinu, svo vitnað sé til frumvarps til laga um embættið,“ segir hann. „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka,“ segir hann. Yfirlýsing frá Ólafi Ólafssyni Niðurstaða Hæstaréttar í gær olli mér verulegum vonbrigðum og áfalli. Ég hef alltaf trúað því að ég yrði sýknaður af öllum liðum þeirrar ákæru sem mér var birt á sínum tíma, enda er ég saklaus af því sem á mig var borið. Enginn er dómari í eigin sök og því leitaði ég eftir áliti frá sex virtum lögmönnum og fræðimönnum í fjórum Evrópulöndum vegna ákærunnar og dóms héraðsdóms. Álitin voru öll samhljóða um að ég hefði ekki gerst brotlegur við lög. Lagareglur um markaðsmisnotkun eru byggðar á evrópskum tilskipunum og eru reglur í einstökum löndum að mestu hinar sömu. Mér vitanlega eru refsingar sem þessar óþekktar í umræddum löndum. Þrátt fyrir sakfellingu getur dómurinn ekki bent á nein haldbær sönnunargögn eða framburði vitna sem staðfest gætu efni ákærunnar. Gildishlaðnar og innistæðulausar ályktanir dómsins breyta þar engu um. Engu að síður kemst dómurinn að því að ég hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun. Hæstiréttur sýknaði mig hins vegar réttilega af ákæru um umboðssvik og snéri þar við dómi héraðsdóms. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las bók fyrrum hæstaréttardómara um síðustu jól. Í bókinni segir um dómsforsetann, Markús Sigurbjörnsson, á blaðsíðu 383 að hann sé „afar leikinn í að semja langa lögfræðitexta, þar sem endaskipti eru höfð á hlutum. Einfalt verður flókið og satt ósatt.“ Ég neitaði að trúa þeim ásökunum sem þarna koma fram og í síðari skrifum höfundar. Við lestur þessa dóms fá orð höfundar allt aðra merkingu í mínum huga. Embætti sérstaks saksóknara var meðal annars sett á laggirnar til að sefa reiði borgaranna í landinu, svo vitnað sé til frumvarps til laga um embættið. Ég held að einsdæmi sé að lagatexti sé rökstuddur með þessum hætti í vestrænu samfélagi. Ljóst er að dómurinn í gær fellur vel að þessum tilgangi en byggist ekki á atvikum málsins og gildandi lögum. Mín reynsla er sú að embætti sérstaks saksóknara virði í engu þá grundvallarskyldu við rannsókn sakamáls að gætt skuli hlutlægni og sannleikans leitað. Eflaust hefur þrýstingur frá stjórnmálamönnum og almenningi eftir þær raunir sem þjóðin gekk í gegnum árin eftir bankahrunið haft mikið að segja um nálgun embættisins. Ég hugsa með hryllingi til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eru í blóma lífsins og bíða nú dóms vegna meintrar markaðsmisnotkunar ef Hæstiréttur sér ekki að sér og dæmir eftir lögum. Ég óska engum þess að þurfa að sæta meðferð af þessu tagi og því álagi sem fylgir fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra. Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka. Ég velti vöngum yfir því hvort réttarríki sé við lýði á Íslandi. Ég er sannfærður um að landsmenn vilja ekki búa í samfélagi þar sem réttaröryggi þeirra er ekki tryggt og mannréttindi ekki virt. Ég hef því ákveðið að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu í von um að dómurinn taki málið fyrir, enda var við meðferð málsins brotið gegn grundvallarréttindum einstaklinga sem njóta verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Virðingarfyllst, Ólafur Ólafsson
Tengdar fréttir Sigurður segir hugarfar hæstaréttardómara „verulega brenglað“ Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi komið sér á óvart og hún sé mikil vonbrigði. 12. febrúar 2015 19:37 Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson og félagar hans úr Kaupþingi sem dæmdir voru í gær munu hefja afplánun í Hegningarhúsinu. 13. febrúar 2015 13:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sigurður segir hugarfar hæstaréttardómara „verulega brenglað“ Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi komið sér á óvart og hún sé mikil vonbrigði. 12. febrúar 2015 19:37
Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Björn Þorvaldsson, saksóknari segir að dómurinn sem kveðinn var upp í hæstarétti yfir sakborningunum í Al Thani málinu vera í samræmi við það sem lagt var upp með. 12. febrúar 2015 19:30
Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson og félagar hans úr Kaupþingi sem dæmdir voru í gær munu hefja afplánun í Hegningarhúsinu. 13. febrúar 2015 13:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Segir dóminn mikil vonbrigði Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn. 12. febrúar 2015 16:56