Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 13:00 Fjórmenningarnir hefja allir afplánun í Hegningarhúsinu. Vísir Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira