Viðskipti innlent

Segir dóminn mikil vonbrigði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð Al Thani-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð Al Thani-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Daníel
Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn.

Þá segist hann ekki vita hvort að skjólstæðingur sinn myndi vilja tjá sig um dóminn en enginn sakborninga mætti við dómsuppkvaðninguna í Hæstarétti í dag.

Hæstiréttur staðfesti í dag fimm og hálfs árs fangelsisdóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni en mildaði dóm Sigurðs Einarssonar úr fimm árum í fjögur. Þá var dómur yfir Ólafi Ólafssyni þyngdur úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár, og Magnús Guðmundsson sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í héraði fékk fjögurra ára dóm í Hæstarétti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×