Enski boltinn

Ævintýri Bradford heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bradford heldur áfram öskubusku ævintýri sínu.
Bradford heldur áfram öskubusku ævintýri sínu. Vísir/Getty
Bradford vann afar óvæntan sigur á Sunderland í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Lokatölur 2-0 og Bradford því slegið út Sunderland og Chelsea.

John O'Shea varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir einungis tvær mínútur og heimamenn í Bradford komnir yfir. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Jonathan Stead, lánsmaðurinn frá Huddersfield, tvöfaldaði forystuna eftir 67. mínútna leik með hörkuskoti.

2-0 urðu lokatölur, en Sunderland er annað úrvalsdeildarliðið sem Bradford slær út. Hitt var stórlið Chelsea í fjórðu umferðinni, en þann leik vann Bradford 4-2 á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×